Við tökum til !!!!!

Ákveðið hefur verið að flýta tiltektardegi Harðar þar sem blásið hefur verið til allsherjarhreingerningar af hálfu Mosfellsbæjar n.k. laugardag. Þykir öllum aðilum það liggja beint við að hestamenn taki fram hrífurnar, gúmmíhanskan og plastpokana og týni rusl og raki reiðvegi á Varmárbökkum og næsta nágrenni þennan sama dag.Tiltektin er komin í fastan farveg og margir sem hafa alltaf sama svæðið þannig að þetta gengur nokkuð sjálfvirkt fyrir sig. Mælting er klukkan 10:00 á laugardag við Harðarból þar sem tiltektarglaðir geta fengið plastpoka og hrífur. Gott er að þeir sem eiga góðar hrífur komi með þær með sér því við höfum takmarkað magn slíkra verkfæra. Gámur verður að venju staðsettur við Harðarból þar sem óendurvinnalegt rusl verður sett í hann. Járn og timbur er staflað við hlið gámsins. Tiltektin tekur um tvo til þrjá tíma en boðið er að þessu sinni í grillveislu við íþróttahúsið við Varmá.

Við viljum hvetja alla sem vilja hafa hreint í kringum sig að mæta galvaskir til leiks en sóðarnir geta setið heima.

Beitar og umhverfisnefnd Harðar