LOKSINS

Loksins er orðið sem er hestamönnum efst i huga þessa dagana þegar Landsmótið fer í gang.  Hörður á sína keppendur á mótinu sem eru allir búnir að spreyta sig í forkeppni mótsins.  Forkeppnin hófst á sunnudag með börnin fremst í flokki og hélt Fjólan okkur í spennu fram á síðasta hest. Sigríður Fjóla Aradóttir komst í milliriðil  með glæsisýningu uppá 8,26.  Unglingaflokkur tók svo við en þrátt fyrir gott gengi okkar félaga þá náðum við ekki keppanda inn í milliriðil.  B flokkur hóf dagskránna á mánudag, þar náðu þrír hestar í eigu Harðarfélaga inn í milliriðla.  Tumi frá Jarðbrú er annar með 8,85, Narfi frá Ásbrú var tíundi með 8,70 og í 21. sæti er Flóvent frá Breiðstöðum og Aðalheiður Anna með 8,598.  Ungmennaflokkur tók svo við og þar áttu Biskup frá Ólafshaga og Benedikt Ólafshaga frábæra sýningu sem skilaði þeim í annað sæti með 8,748.  Dagurinn endaði svo á A flokknum og þar var Glúmur frá Dallandi í 6.sæti með 8,704.

Veðrið lék við menn og hesta í gær og mikil stemning í brekkunni, Harðarfélagar  voru  duglegir við að hvetja sitt fólk með stæl.  Allir aðrir keppendu stóðu sig með mikilli prýði og voru Herði til sóma, nánari upplýsingar um gengi þeirra og sundurliðanir á öllum einkunnum er hægt að nálgast á Kappa.  Framundan eru milliriðlar og forkeppni í íþróttakeppni mótsins og að sjálfsögðu fjörið á kynbótabrautinni.  Við höldum áfram að  fylgjast með og flytja fréttir af gengi okkar félaga. ÁFRAM HÖRÐUR👏👏👏