Kirkjureið í Seljakirkju

Næsta sunnudag, 3. maí, verður hin árlega kirkjureið í Seljakirkju. Guðsþjónustan byrjar á sínum hefðbundna tíma kl. 14. Séra Valgeir Ástráðsson prédikar og annast guðsþjónustuna. Brokkkórinn undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar syngur ásamt kór Seljakirkju. Jón Bjarnason leikur á orgelið.

Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum kl. 13:
- Í Víðidal hjá skiltinu
- Í Gustshverfi við reiðskemmuna
- Hóparnir hittast við Heimsenda.

Við kirkjuna verður vandað gerði með gæslu og að lokinni guðsþjónustunni verður gengið í safnaðarsalinn þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Tökum þátt í góðum reiðtúr af góðu tilefni!