Verðlaunaritgerð fjölskyldudags Harðar

Hörður feti framar Sólrún Jóhannesdóttir Hraðastöðum 1 Mosfellsdal Að Mosfelli í Mosfellssveit býr maður að nafni Hörður. Hann er mikill hestamaður og elskaði að sitja hjá brúnni við ána og veiða með pípuna sína í hægri hendi og pelann sinn í þeirri vinstri. Hörður er einhleypur og á hestinn Grunda sem er grár foli. Að Mosfelli í Mosfellssveit býr maður að nafni Hörður. Hann er mikill hestamaður og elskaði að sitja hjá brúnni við ána og veiða með pípuna sína í hægri hendi og pelann sinn í þeirri vinstri. Hörður er einhleypur og á hestinn Grunda sem er grár foli. Grundi er eldgamall og silast áfram í reiðtúrum en Herði þykir ávallt jafnvænt um hann. Hörður á að auki rollu sem einnig er hálfelliær greyið. Besti vinur Harðar er Erlingur sem er mikill bindindismaður. Einn sólríkan sumardag ætlaði Hörður á bak á Grunda, beislaði hann með gömlu hálfslitnu beisli og smellti tætta hnakkinum sínum á hann. Hörður fór nú á bak og sló písknum létt í Grunda sem tók að feta. Hörður var að koma að Tjaldanesi þegar hann kom auga á gullfallega brúna meri á stökki meðfram skurðinum. Hörður ætlaði sér að fara fram úr þessum knapa og sló létt í Grunda. Grundi lét ekki segja sér það tvisvar og tók að feta enn hraðar. Hörður sá að keppinautur sinn var á leið til baka í átt til sín. Góðan dag blessað veðrið ekki satt sagði knapinn sem nú var kominn við hlið Harðar á sinni gullfallegu meri en Hörður vildi þó ekki játa fyrir sjálfum sér að merin væri eins tíguleg og Grundi. Já veðrið er fínt sagði Hörður stuttorður. Ég heiti Guðrún og þetta er Blesa sagði knapinn og benti um leið stolt á meri sína sem veifaði þykka taglinu sínu fram og til baka, á sama tíma og Grundi sveiflaði sínu flókna tagli í takt. Þú verður að vera varkár það er gaddavír í faxinu á hestinum þínum sagði Guðrún og leit undrandi á Hörð. Já ég hef ætlað að fjarlægja þetta í nokkur ár en svona hlutir gleymast sagði Hörður og glotti og tók upp pípu sína og hóf að fylla hana af eldgömlu tóbaki. Og hvað heitir maðurinn sagði Guðrún og brosti. Ég heiti Hörður þú hefur áreiðanlega heyrt minnst á mig, ég er vel þekktur hér í dalnum fyrir þá einstöku hæfni sem ég haf varðandi hestamennsku sagði Hörður og glotti ánægður og saug pípuna léttur og leikandi. Nei því miður hef ég aldrei heyrt á þig minnst sagði Guðrún og hló innra með sér. Þá hefur dvöl þín hér í dalnum verið heldur stutt sagði Hörður móðgaður og tók að sjúga pípuna á ný. Já ég er nýflutt hingað í dalinn ásamt syni mínum honum Geir. Má bjóða dömunni upp á kaffisopa heima hjá mér ásamt meðlæti sagði Hörður léttur í brún. Ætli það ekki, maður hafnar ekki góðum kaffisopa sagði Guðrún og þau héldu heim að Mosfelli. Guðrún batt Blesu upp við girðingarstaur sem stóð skammt frá húsinu en Grundi rölti aftur fyrir hús. Þegar þau komu inn hitaði Hörður smá kaffisopa. Guðrún var sest niður í stofu þegar Hörður kom með tvo bolla með sjóðandi heitu kaffi. Hörður kom sér fyrir í hægindastólnum sínum og saup kaffið rólega. Ferð þú á hestamannamótið austur í Skálholti sagði Guðrún. Nei ég hef ekki ætlað mér það sagði Hörður. Ég og sonur minn Geir förum ríðandi á mótið sem verður eftir tvo daga við leggjum af stað á morgun sagði Guðrún. Ég myndi þiggja félagsskap þinn sagði Guðrún og brosti til Harðar sem var nú í þungum þönkum. Ætli ég komi ekki sagði Hörður ánægður og teygði úr sér. Þú ríður þá um níu leytið heim til mín en ég bý í Helgadal í húsinu með rauða þakið. Ég mun koma stundvíslega sagði Hörður og fylgdi Guðrúnu út. Þegar hún var farin fór Hörður rakleiðis inn á bað að raka sig og greiða vikugamlan flóka úr úfna hárinu. Síðan var gamla lopapeysan þvegin og skóbuxurnar og að lokum fann til hjálminn og pískinn, pelann og pípuna sína. Þessu pakkaði hann síðan öllu í litlu hnakktöskuna sína. Þegar að kvelda tók lagðist Hörður á beddann sinn og sofnaði. Sólargeislar smeygðu sér inn í gegn um rifurnar á milli gardínanna og birtu upp allt herbergið. Hörður vaknaði og smellti sér í reiðgallann og lagði á. Áður en hann lagði af stað gekk hann úr skugga um að pelinn og pípann væru örugglega á sínum stað og svo lagði hann af stað hægt og rólega. Klukkann sló níu og Hörður var mættur yfir til Guðrúnar. Góðan dag Hörður sagði Guðrún og teymdi Blesu til hans. Sonur minn Geir er að koma og er ekki allt í lagi að Erlingur maðurinn sem á hestaleiguna hér fyrir neðan komi með okkur sagði Guðrún því hann lánaði Geir hest til að fara á. Jú því ekki það, hann er nú besti vinur minn sagði Hörður. Loks sást til Erlings á sínum virðulega fáki honum Spretti og við hlið hans var sonur Guðrúnar hann Geir sem var ungur myndarpiltur. Loks var lagt af stað. Fyrsti dagurinn gekk vel þau fengu að gista á myndarlegum bóndabæ yfir nóttina en strax klukkan 6 að morgni var aftur lagt í hann. Hvenær komum við mamma sagði Geir óþolimóður. Bráðum, við stoppum hér sagði Guðrún úrvinda. Það er víst tími til að draga upp pelann og fá sér sopa sagði Hörður þurr í kverkum. Nei þá ferðu að dansa og syngja og jafnvel kveða sagði Erlingur óttasleginn. Ég er nú svo léttur á tá að ég held að ykkur yrði bara skemmt sagði Hörður og glotti. Síðast þegar þú dansaðir þá óttaðist ég mannfall sagði Erlingur alvarlegur. Hörður lét pelan aftur síga ofan í vasann. Þau héldu ferð sinni áfram og nokkrum tímum seinna voru þau kominn á áfangastað og við þeim blasti heljarinnar stór keppnisbraut. Gemsinn hans Erlings hringdi og hann svaraði í flýti. Þegar símtalinu lauk var hann heldur alvarlegur á svip. Hvað er það sagði Guðrún. Ég verð að fara aftur til baka það er kemur stór túristahópur eftir fáeinadaga og leigir hesta hjá mér og ég þarf að vera á staðnum sagði Erlingur og stuttu eftir kvaddi hann félagana og hélt svo heim á leið. Jæja Geir minn þú þarft að fara að gera þig klárann, því þú ferð bráðlega að keppa sagði Guðrún. Nú keppir hann sagði Hörður hissa. Já ég keppi oft sagði Geir og teymdi hest sinn til keppinautanna. Guðrún og Hörður fengu sér sæti í áhorfendastúkunni. Allt í einu kom Geir hlaupandi til þeirra. Hvað er það vinur sagði Hörður. Hesturinn minn er eitthvað veikur, stendur hreinlega ekki í lappirnar. Get ég fengið Blesu mamma sagði Geir. Ég lét vinkonu mína sem var á leið heim, reiða hana til baka því ég ætla að taka rútuna heim sagði Guðrún niðurdreginn. Þá get ég víst ekki keppt sagði Geir bitur. Hvaða vitleysa farðu á honum Grunda mínum sagði Hörður. En hann fer ekki úr fetinu sagði Geir og leit á Grunda standa og stara á hann. Þú komst alla þessa leið til að keppa svo farðu nú á keppnisbrautina og hafðu gaman sagði Hörður. Geir teymdi Grunda út á braut og fór á bak. Nú var talið niður og allt í einu þutu allir hestarnir eins elding nema Grundi að sjálfsögðu sem fetaði rólega á keppnisbrautinni.Geir fór að hvetja hann og sló í hann písknum og viti menn Grundi fór að tölta. Kraftaverkið hélt áfram því nú tók Grundi á sprett og þaut fram hjá öllum hestunum sem á vegi hans urðu og kom fyrstur í mark. Hörður fagnaði stöðugt og Guðrún gaf honum rembingskoss á kinnina. Úr kossinum varð farsælt hjónaband. Geir og Grundi unnu næstu árin til margra verðlauna og alltaf ríkti brennandi hestaáhugi í þessari fjölskyldu. Grundi Hörður og rollan héldu ávallt við sínum gömlu vinatengslunum og Erlingur giftist einhverjum “túrhesti” frá Þýskalandi og þau fluttu til Rúmeníu og eiga nú 5 börn. Hörður á enn góðar stundir á brúnni að veiða með pípuna í þeirri hægri og pelann í þeirri vinstri.