Tamingastöð Varmadal

Í sumar munum við félagarnir taka að okkur hross í tamningu og þjálfun. Einnig tökum við að okkur járningar. Við höfum yfir góðri aðstöðu að búa, tvö rúmgóð hesthús og nægt beitiland þar sem velferð hrossanna verður í fyrirrúmi. Kristján hefur unnið við tamningar og þjálfum frá fermingaraldri, var seinasta haust tamningamaður á virtum hestabúgarði í Ameríku. Kristján hefur tvisvar verið í landsliðinu og hefur í farteskinu nokkra íslandsmeistaratitla ásamt fjöldanum öllum af viðurkenningum á sviði hestamennskunnar. Sigurður hefur líkt og Kristján unnið við tamningar frá unga aldri. Hann hefur klæðst landsliðsjakkanum og unnið nokkra íslandsmeistaratitla ásamt norðurlandameistaratitli og fleiri viðurkenningum. Seinasta sumar vann Sigurður í Þýskalandi á hinum virta hestabúgarði hjá Rúnu og Karly Zingsheim. Verð á hest per mánuð er 28.000 kr. Innifalið í verði er beitiland, fóðrun, röspun, járning og öll almenn umhirða. Endilega hafið samband fyrir 15. maí og fáið frekari upplýsingar. Kristján Magnússon s: 869-0530 Sigurður S. Pálsson s: 869-6078