Nýtt deiliskipulag – fleiri lóðir

Fljótlega mun nýtt deiliskipulag verða auglýst og þá gefst möguleiki á að koma að athugasemdum. Nýtt deiliskipulag verður til fyrir áeggjan stjórnar Harðar, en það er mat margra að vöntun er á lóðum undir hesthús.  Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað mjög hratt og áætlun bæjarins er að íbúum muni fjölga í 30.000 á næstu árum.  Deiliskipulagið gerir ráð fyrir verulegri fjölgun, en fjölgunin nái til næstu 10 – 15 ára.  Deiliskipulagið var ekki unnið af stjórn félagsins, heldur unnið af arkitektastofu í samráði við bæjaryfirvöld. Okkar sýn var samt sú að nýta vel mögulegt svæði svo ekki þyrfti að breyta deiliskipulagi aftur síðar. Hvaða lóðum verði síðan úthlutað er seinni tíma mál og væntanlega mun stjórn félagsins geta haft einhver ítök þar.  Þegar nýja deiliskipulagið hefur verið auglýst, er hugmyndin sú að fá arkitektinn og vonandi fulltrúa bæjarins á félagsfund þar sem hugmyndirnar yrðu kynntar og ræddar.

Formaður