Tungubakkahringur – Flugvallarhringur - Rekstur

Tungubakkahringur – Flugvallarhringur

Reglur um rekstur hrossa á hringnum er að finna á heimasíðu félagsins. 

Þar segir í 4. gr:  

Aðeins skal reka hross þegar aðstæður leyfa, þ.e. þegar reiðvegurinn er í góðu ástandi eða frosinn.  Eftir langvarandi vætutíð, frostleysingar og ef slæm drulluslökk eru í veginum, er bannað að reka hross á Tungubakkahring.

Rekstrarhópar eru áminntir um að virða reglur félagsins.

Borið hefur á því að félagsmenn séu að keyra hringinn og teyma hross út um gluggann.  Þetta er alls ekki heimilt og óþarfi að keyra hringinn meira en þegar er leyft.  Nokkuð hefur borið á kvörtunum til Mosfellsbæjar og ítrekað hefur komið ábending frá bæjaryfirvöldum um að loka hringnum fyrir bílaumferð.  Stjórn félagsins hefur varið rekstrarhópa og bent á að slíkur rekstur sé hluti tamningar, en erfitt er að réttlæta aukna umferð með eitt hross í taumi.

Félagsmenn eru beðnir um að sýna tillitisemi í þessu sem öðru.  Við erum samfélag og þurfum að hugsa um hagsmuni heildarinnar.

Stjórnin