Nýjar reglur um hjálmanotkun

Við vekjum athygli á nýjum reglum um hjálmanotkun á mótum en þær ganga út á það að hjálmurinn verður að vera af viðurkendri gerð, þ.e. merktur með CE 1384. Innan í hjálminum er einnig skráð hvaða ár á að hætta að nota hjálminn. Allir aðrir hjálmar eru ólöglegir á mótum samkvæmt FIBO reglum sem við Íslendingar höfum nú tekið upp.