Ábending til stóðhestaeiganda

Það er alltaf sjálfsagt að taka tillit og bera virðingu hvort fyrir öðru. Það er hluti af því að lifa í góðu samfélagi. Í hesthúsahverfum þar sem jafnvel margir aðilar eru í hverri lengju og gerði ná saman þá er það eðlilegt að taka tillit til nágrannans. Þeir hesteigendur sem eru með stóðhesta í sínum húsum og gerði sem notuð eru fyrir þá eru samliggjandi öðrum gerðum, er bent á að hafa gerðin þannig, að stóðhestar nái ekki í/til hesta sem eru í nærliggjandi gerðum. Bent er á að skv. 7. gr reglugerðar nr. 059/2000 um vörslu búfjár, skal hæð skilveggja vera minnst 2,0 m. og vera það þéttklæddir að hross í nærliggjandi gerðum nái ekki saman.

Í 7 grein ofangreindrar reglugerðar segir svo:

"Kröfur um vörslu graðpenings.

Sveitarstjórn er heimilt að gera strangari kröfur til að tryggja örugga vörslu graðpenings en gerðar eru til almennrar vörslu búfjár, sbr. 6. gr. reglugerðar þessarar. Skal þá tekið tillit til tegundar og aldurs karldýrs og aðstæðna hverju sinni. Sveitarstjórn ábyrgist handsömun og geymslu graðpenings sem ekki er í öruggri vörslu á kostnað eiganda.

Rétt er vörsluaðila búfjár að setja upp viðvörunarskilti við vörsluhólf fyrir graðpening þar sem almenningi er greint frá þeirri hættu sem stafað getur af för um landið.

Til vörslu graðhesta (stóðhesta) utanhúss skal gera eftirfarandi lágmarkskröfur:

A. Vörsluhólf.

1. Hrossheld rafgirðing, sbr. ákvæði B. liðar 6. gr. reglugerðar þessarar.

2. Fjárheld netgirðing, sbr. ákvæði A. liðar 6. gr. reglugerðar þessarar með minnst einum háspenntum, varanlegum rafstreng efst í stað gaddavírsstrengs.

B. Gerði við hús.

Hæð skilveggja skal vera minnst 2,0 m. Séu skilveggir ekki heilir (lokaðir) skulu þeir vera það þéttklæddir að hross í nærliggjandi gerðum nái ekki saman."