Kallað eftir mótaárangri vegna viðurkenninga

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar verður haldin nú í haust, dagsetning verður auglýst síðar. Þar verða afhentar viðurkenningar fyrir árangur í keppni á þessu ári og einnig verða afhent viðurkenningarskjöl fyrir knapamerki.

Veittar eru viðurkenningar fyrir eftirfarandi:

  1. Besti knapi - Viðurkenning fyrir bestan heildarárangur í keppni á keppnisárinu. Mótaárangur á öllum mótum sem viðkomandi knapi hefur keppt á ræður vali.
  2. Efnilegasti knapi - Viðurkenning fyrir besta/næstbesta árangur á innanfélagsmótum á keppnisárinu. Mótaárangur á innanfélagsmótum ræður vali.
  3. Mestar framfarir á keppnisnámskeiði - Viðurkenning frá reiðkennurum fyrir góða ástundun og miklar framfarir.
  4. Mestar framfarir á almennu reiðnámskeiði - Viðurkenning frá reiðkennara fyrir góða ástunun og miklar framfarir.

Hver knapi getur aðeins einu sinni í hverjum aldursflokki fengi tilnefningu fyrir liði 2-4

Þeir knapar sem hafa verið að keppa og vilja koma til greina við afhendingu viðurkenninga eru beðnir um að senda inn mótaárangur sinn á árinu fyrir 25. september nk. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vinsamlegast athugið að sé árangur ekki sendur inn á viðkomandi ekki möguleika á viðurkenningu.

Ækulýðsnefndin