Könnun á þátttöku á landsmóti UMFÍ

Landsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina, dagana 1.-3. ágúst 2008 í Þorlákshöfn. Sjá nánar á vef UMFÍ.   

Keppt verður meðal annars í hestaíþróttum og gert er ráð fyrir að bjóða upp á keppni í tölti og fjórgangi barna 11-13 ára og tölti og fjórgangi unglinga 14-18 ára. Keppt verður eftir FIPO reglum.

Til að hægt sé að bjóða upp á sem besta aðstöðu fyrir keppendur, aðstandendur og hrossin er verið að kanna hversu margir hafa áhuga á að taka þátt í þessu landsmóti.

Sendið upplýsingar um áhuga til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..