Framhaldsnámskeiðið byrjað

Framhaldsnámskeiðið fyrir börn er hafið. Á framhaldsnámskeiðinu eru skráð um 20 börn. í hverjum hóp eru 3-4 þátttakendur og því hafa krökkunum verið raðað í 5 hópa. Vegna hinnar frábæru þátttöku á námskeiðinu og þeirri staðreynd að hin nýja reiðhöll okkar Harðarmanna er ekki tilbúin þá sáum við okkur knúin til að leita til fleiri kennara en gert var ráð fyrir í upphafi. Sigrún Sig ætlaði að taka framhaldsnámskeiðið að sér en hún er nú þegar að kenna knapamerki 1, 2 og 3. Því leituðum við til Ólöfu Guðmundsdóttur hjá Hestasýn og tók hún að sér að kenna 4 hópum.  

Sigrún verður að kenna á miðvikudögum og Ólöf (Olla) kennir á laugardögum og einnig tvo föstudaga, sjá töflu:

 Dags  Vikudagur  Kennnari  Hópur  Tímasetning
6.febrúar   miðvikudagur  Sigrún Sig   Hópur 1  19:00-20:00
8.febrúar  föstudagur  Ólöf G.(Olla)  Hópar 2-4  17:00-20:00
9.febrúar  laugardagur  Ólöf G.(Olla)  Hópar 2-4  9:15-12:00
13.febrúar  miðvikudagur  Sigrún Sig   Hópur 1  19:00-20:00
16.febrúar  laugardagur  Ólöf G.(Olla)  Hópar 2-4  9:15-12:00
20.febrúar  miðvikudagur  Sigrún Sig   Hópur 1  19:00-20:00
23.febrúar  laugardagur  Ólöf G.(Olla)  Hópar 2-4  9:15-12:00
27.febrúar  miðvikudagur  Sigrún Sig   Hópur 1  19:00-20:00
1.mars  laugardagur  Ólöf G.(Olla)  Hópar 2-4  9:15-12:00
5.mars  miðvikudagur  Sigrún Sig   Hópur 1  19:00-20:00
7.mars  föstudagur  Ólöf G.(Olla)  Hópar 2-4  17:00-20:00
8.mars  laugardagur  Ólöf G.(Olla)  Hópar 2-4  9:15-12:00
12.mars  miðvikudagur  Sigrún Sig   Hópur 1  19:00-20:00
15.mars  laugardagur  Ólöf G.(Olla)  Hópar 2-4  9:15-12:00
19.mars  miðvikudagur  Sigrún Sig   Hópur 1  19:00-20:00
26.mars  miðvikudagur  Sigrún Sig   Hópur 1  19:00-20:00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hver kennslustund er 45 mín.