Fjölskyldureiðtúr og grill

Sunnudaginn 7. maí stendur Æskulýðsnefnd Harðar fyrir fjöldyldureiðtúr. Ætlunin er að ríða stóran flugvallarhring á hæfilegum hraða og ættu því allir sem hesti geta valdið að geta komið með, afar og ömmur, pabbar og mömmur, strákar og stelpur, allir saman. Við leggjum í hann frá gestagerðinu kl. 16.00 og ætlum að ríða út úr hverfinu stíginn sem liggur út að skóla en beygjum til vinstri þar sem stígurinn skiptist og þar förum yfir Varmána og síðan Köldukvísl. Þar tökum við stefnuna aftur til vinstri og ríðum út á “ríkisleiðina” og tökum flugvallarhringinn þaðan. Væntanlega verður flóð þannig að ekki verður hægt að fara út á leirurnar. Þegar við höfum klárað reiðtúrinn okkar er ágætt að skila hestum í hús eða gerði, kemba þeim og klóra og koma svo út í Harðarból kl. 17.30 þar sem við ætlum grilla og eiga góða stund saman. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn.