1. Maí - Dagur Íslenska Hestsins - Opið hús

OPIÐ HÚS á degi íslenska hestsins - Hestamannafélagið Hörður býður bæjarbúa velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum þriðjudaginn 1. maí kl. 15:00.
Boðið verður uppá stutta og fjöruga sýningu, en meðal atriða eru: 
- Atriði félagsins úr sýningunni Æskan og Hesturinn
- Súsanna Sand Ólafsdóttir reiðkennari sýnir ótrúlegt samspil við gæðing sinn
- Kátar konur
- Knapar sem eru að ljúka hæsta stigi Knapamerkja
Að sýningu lokinni gefst gestum kostur á að klappa hestunum og spjalla við knapana. 
Upplýsingabás um starfsemi félagsins verður á staðnum og vöfflusala. Þá verður hægt að kynna sér reiðnámskeið Hestamenntar í sumar. 
Bæjarbúar eru hvattir til að líta við og sjá öflugt starf hestamanna í Mosfellsbæ.31164083_1982711681770030_1002658607717679104_n.jpg31131818_1982711615103370_2172724608157876224_n.jpg

Mótanefnd Harðar: DRÖG AÐ DAGSKRÁ NÆSTU VIKURNAR

DRÖG AÐ DAGSKRÁ NÆSTU VIKURNAR

Mótanefnd kom saman nú á dögunum og töluðum um komandi mót og viðburði. Hérna fyrir neðan eru drög af dagskrá næstu vikurnar, til að halda ykkur keppendum og áhorfendum upplýstum um hvað koma skal:

1. Mai - Æfingamót, þetta er hugmynd af litlu móti þar sem boðið yrði upp á opin flokk í öllum greinum og að loknu móti fengju keppendur umsögn frá dómara um hvað fór vel og hvað mætti bæta. Þetta væri íþróttamót og væri gert til þess að undirbúa m.a. Íþróttamót Harðar, Reykjavíkurmeistaramótið og Íslandsmótið. Þetta gæfi okkur mótanefnd líka möguleika á að keyra nýja dómarakerfið Sportfeng svo að við yrðum undirbúin fyrir stærri mót vorsins.

4.-6. Maí - Íþróttamót Harðar

30. Maí - Fyrri úrtaka fyrir Landsmót

1.-3. Júní - Gæðingamót Harðar, seinni úrtaka fyrir Landsmót

MIÐBÆJARREIÐIN VINSÆLA 28.April

Laugardaginn 28.04. 2018
Engin ætti að láta þennan viðburð fara fram hjá sér, mikill upplifun bæði fyrir þig og hest.
Sameinumst og eigum góðan dag með vinum okkar. 
Tímasett áætlun
• 12:00 Mæting á malarstæði við Læknagarð – knapar á hestum stilla sér upp
• 12:30 Riðið af stað upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju
• 13:00 Uppstilling fyrir framan Hallgrímskirkju, setning og myndataka
• 13:15 Skólavörðustígur – Bankastræti – Austurstæti – Pósthússtræti
• 13:40 Vonarstræti – stoppað við Austurvöll, tónlistaratriði
• 14:00 Tjarnargata – Hljómskálagarður – malarstæði við Læknagarð

Verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni og er mikil lyftistöng fyrir mannlífið þar. Skrúðreiðin telur um það bil 150 hesta og jafnmarga menn og í fararbroddi fer fjallkonan í skautbúningi ásamt fylgdarmanni. Á eftir þeim kemur hestvagn og oftar en ekki hefur borgarstjóri, ráðherra og nú síðast forstöðumaður höfuðborgarstofu setið í honum, þó reyndar hafi núverandi borgarstjóri einu sinni komið ríðandi með, sem var að sjálfsögðu toppurinn, enda hann hestamaður sjálfur og hans fjölskylda.

Reiðin hefur stöðvað við Hallgrímskirkju og reiðmenn stigið af baki, hlustað á söng og þar hefur t.a.m. borgarstjóri sett Hestadaga formlega. Á þessum tímapunkti gefst áhorfendum; ferðamönnum og almenningi, kostur á því að koma nær hestunum, klappa þeim og taka myndir. Þetta er vinsælt og margar „sjálfur“ verða til við þessi augnablik.

Síðan er stigið á bak aftur og haldið niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, yfir Lækjargötuna, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og stoppað aftur við Austurvöll. Þar verður lítið tónlistaratriði og aftur er fólki leyft að koma nær, klappa hestunum og hitta reiðmennina, sem eru á öllum aldri, oftar en ekki í íslenskum lopapeysum og brosandi.

Eftir stoppið er haldið af stað Tjarnargötuna og í gegnum Hljómskálagarðinn á stígum og áfram að BSÍ og aftur á byrjunarreit að bílaplaninu við Læknagarð.

Beitarhólf

„Vorið er komið og grundirnar gróa“

og grösin í beitarhólfunum fara að taka við sér

Það þýðir að nú sé tímabært að sækja um beitarhólf þ.e.a.s. þeir sem vilja fá beit hjá félaginu. Stefnt er að því að ljúka úthlutun fyrir miðjan maí og þurfa umsóknir því að hafa borist fyrir 10. maí n.k.

Umsóknir fara í gegnum heimasíðu félagsins, þar sem klikkað er á hnappinn „sækja um beit“ hægra megin á forsíðunni.

Minnt skal á að öll hross sem geymd eru í hólfunum sem um ræðir eru alfarið á ábyrgð eiganda eða umsjónamanns þeirra. Þá skal minnt á að beitarþegar skulu ábyrgðatryggja hrossin hjá viðurkenndu tryggingafélagi til að firra sig ábyrgð gagnvart þriðja aðila valdi hrossin tjóni.

Þá skulu umsækjendur kynna sér reglur þær sem gilda um beitarhólfin til hlítar.

Athugið að allir þurfa að sækja um sem vilja hólf, líka þeir sem hafa haft hólf á síðasta ári.

Beitarnefnd

Firmakeppni 2018

Næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta verður árleg firmakeppni Harðar haldin á skeiðbrautinni. Skráning er í reiðhöllinni frá 11:30-12:30 og mótið sjálft hefst klukkan 13:30. Ekkert skráningargjald er á mótið og eru allir hvattir til að taka þátt.
Riðið er fjórar ferðir, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (brokk, tölt eða skeið) til baka.

Flokkar sem verða í boði eru
Pollar
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3. Flokkur – Lítið vanir 
2. Flokkur – Nokkuð vanir
1. Flokkur - Vanir
Heldri menn og konur
100 metra flugskeið

Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli að móti loknu og kaffisala samhliða því.30742235_1087844158024955_4100441763238379520_n.jpg

Æskan og hesturinn í Víðidal 29. apríl

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum. 

Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti, Sóta og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00. 

JóiPé og Króli koma einnig fram og flytja nokkur lög. Þessir ungu rapparar hafa slegið öll met og platan þeirra Gerviglingur án nokkurs vafa ein af plötum ársins 2017. 

Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

Sjáumst í Víðidalnum!Æskan og hesturinn 2018 x.jpg

Kótilettukvöld

Hið árlega kótilettufjáröflunarkvöld Harðar verður í Harðarbóli nk laugardag.  Húsið opnar kl 19 með harmónikkuspili Mumma á Reykjum.  Maturinn borinn fram 19.30.  Kótilettur a la mamma og royalbúðingur í eftirrétt.  Allur ágóði rennur í lýsingu á „gamla“ salnum.  Verð aðeins 3.500 kr pr mann.  Takið með ykkur gesti.

Kótilettunefndin

ÖLL REIÐHÖLL LOKUÐ

Öll höll verður lokuð á eftirfarandi timanum í vikunni: 

Fimmtudag 19.april Kl 18-19 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn

Fimmtudag 19.april frá 20:30 : Kátar Konur með stóræfingu

Föstudag 20. april Kl 19-20 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn

Laugardag 21. April Kl 17-19 : Sýnikennslu með Peter DeCosemo

Sunnudag 22.april Kl 12-13 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn

 

 

 

Kvennareið 18.april Sörli

Kvennareið 18.april

Sörlakonur taka á móti hestakonum úr Sóta, Sprett, Fáki, Mána og Herði.

Lagt verður af stað frá reiðhöllinni Sörlastöðum c.a. 17.30 og safnast saman

við Vífilstaðavatn 18.30 og gestum fylgt svo í reiðhöllina á Sörlastöðum.

 

Þar verður tekið á móti ykkur með lambalæri og annað meðlæti að hætti kokksins, sem hefst um 20.00

Verð 3000kr.

Skráning er hjá Þórunni í sima 8972919 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.