Kerrustæði

Kæru félagar
 
Nú er hægt að panta sér kerrustæði á nýja kerruplaninu. Endilega hafið samband við Rúnar í síma 8647753 eða Gunna Vals í síma 8930094.
Þegar búið er að panta fá eigendur úthlutað kerrustæði.
 
Athugið að allir hestakerrueigendur eru vinsamlegast beðnir um að færa hestakerrurnar sínar úr hverfinu og af gamla stæðinu í neðra hverfinu á nýja kerrustæðið.

Kerrustæði

Kæru félagar
 
Nú er hægt að panta sér kerrustæði á nýja kerruplaninu. Endilega hafið samband við Rúnar í síma 8647753 eða Gunna Vals í síma 8930094.
Þegar búið er að panta fá eigendur úthlutað kerrustæði.
 
Athugið að allir hestakerrueigendur eru vinsamlegast beðnir um að færa hestakerrurnar sínar úr hverfinu og af gamla stæðinu í neðra hverfinu á nýja kerrustæðið.

Vantar hesthús til leigu!

Reiðkennari og tamningakona er að leita sér að hesthúsi til leigu með pláss fyrir 10-15 hesta. Samviskusöm, reglusöm og dugleg. Endilega hjálpið okkur að fá fleiri atvinnumenn í Herði 🙂

Endilega hafið samband í síma:
Sara Rut Heimisdóttir S.: 694-4018

Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg laugardaginn 27.október í Gullhömrum Grafarholti.

Miðasala er á skrifstofu LH milli 10:00 og 16:00 virka daga á skrifstofu LH Íþróttamiðstöðinni Laugardal Engjavegi 6, önnur hæð. 104 Reykjavík

Miðasala er einnig á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Athugið að lokadagur miðasölu er mánudaginn 22.október þá verður miðasalan á skrifstofu opin til 19:00.

Miðaverð í matinn 10.800 kr.

Matseðill
Humarsúpa með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði.

Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu.
Heit elpakaka með karmellusósu og kaffi.

Þeir Vignir Snær Vigfússon úr Írafár og Rúnar Eff halda svo uppi stuðinu inn í nóttina!

Frábært tækifæri fyrir hestamenn og aðra velunnara til að hittast og gleðjast saman eftir frábært keppnisár.

 

https://www.lhhestar.is/is/frettir/midasala-a-uppskeruhatid-hestamanna-1

Auglýsum eftir reiðkennurum fyrir veturinn 2019

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2018. Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum. Einnig má koma fram hvaða daga hentar best eða alls ekki.

Umsóknir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 21. óktober næskomandi.

Aðalfundarboð

Aðalfundur hestamannaféalgsins Harðar verður haldinn miðvikudaginn 24. október 2018 kl 20.00 í Harðarbóli.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 5. gr laga félagsins. Engar tillögur liggja fyrir um lagabreytingar.

Stjórnin

Frá formanni

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Harðarsvæðinu.  Kerrustæði fyrir 70 kerrur hafa verið útbúin og verða þau merkt og boðin til leigu fljótlega.  Þannig getur leigutaki alltaf „gengið“ að sínu stæði.
Búið er að setja upp loftræstingu í reiðhöllinni.  Það var löngu orðið tímabært.  Það er líka búið að setja nýtt og öflugra hitakerfi undir áhorfendabekkina.  Með því fáum við betra flæði á heita loftið og um leið yljar það áhorfendum án þess að of mikill hiti myndist á reiðgólfinu.  Á næstunni verður þak reiðhallarinnar þétt, þakrennur og snjógildrur settar og í framhaldinu verður reiðhöllin þrifin.
Búið er að steypa stétt í kringum Harðarból og verið er að snyrta í kringum stéttina.  Félagsheimilið og gamli hluti þaksins verður málað.
Verið er að laga Hvíta gerðið og skipt verður um möl.
Beiðni félagsins sem breytingu á deiliskipulagi svæðisins með það í huga að fjölga hesthúsalóðum var tekin fyrir á bæjarráðsfundi í gær og var vísað til skipulagsnefndar.  Allir sem að koma eru jákvæðir, en enn er talsverð vinna eftir þar til að nýtt deiliskipulag verði samþykkt.
Félagið hefur lokið við umsókn sem fyrirmyndarféalg ÍSÍ, en slíkt þarf að sækja um og endurnýja á nokkurra ára fresti.  Við munum fá viðurkenningarskjal þess efnis væntanlega í næsta mánuði.
Þrátt fyrir allar þessar framkvæmdir, stendur félagið vel fjárhagslega og skuldar ekki neitt.  Í lok árs verður gerð framkvæmdaáætlun fyrir 2019.  Gott að fá ábendingar frá félagsmönnum, en gætið þess að reiðvegsframkvæmdir og lýsingar eru Mosfellsbæjar.  Þar getum við reynt að hafa áhrif, en framkvæmdin er hjá bænum.

Framkvæmdastjóri

Rúnar Sigurpálsson (fyrrum lögga), hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Herði og hefur hann þegar hafið störf. 
Áköllun félagsmanna um ráðningu framkvæmdastjóra hefur verið í umræðunni í nokkurn tíma.  Framkvæmdastjórinn verður í hlutastarfi, en sem slíkur verður hann tengiliður félagsmanna og annarra starfsmanna við stjórn félagsins, sér um daglegan rekstur og fylgir eftir framkvæmdum o.fl.

Rúnar þekkir félagið út og inn, fyrrum formaður og allir félagsmenn þekkja Rúnar.  Stjórn félagsins ber miklar væntingar til nýs framkvæmdastóra og hlakkar til samstarfsins við Rúnar.

Stjórnin