ÁRIÐANDI TILKYNNING!!!

 
Allar kerrur af efra stæðinu
Framkvæmdum við kerrustæðið er að ljúka. Eftir er að merkja stæðin og gera leigusamninga við félagsmenn. Stæðin verða eingöngu ætluð fyrir hestakerrur.
 
Næsta framkvæmd er planið norðan reiðhallarinnar. Því þarf að losa allar kerrur sem fyrst. Þar sem að hitt svæðið er ekki tilbúið, verðum við að koma kerrunum fyrir á öðrum svæðum, td í Naflanum, við þulargáminn ofan við hringvöllinn (ekki samt of nálægt Harðarbóli), á rúllubaggastæðinu vestan við gamla hringvöllinn. Vonandi verða framkvæmdunum lokið á báðum stæðunum eftir verslunarmannahelgi.
 
En, allar kerrur af reiðhallarstæðinu sem fyrst.
 
Stjórnin

Púnktamót Harðar 2018

Vegna mikillar eftirspurnar hefur mótanefnd Harðar ákveðið að halda punktamót fyrir Íslandsmótið. Skráning á mótið er hafin inn á sportfeng og stendur til miðnættis miðvikudagsins 11.júlí. Mótið hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 12.júlí.
Skráningarfrestur á Íslandsmótið hefur verið framlengdur til miðnættis 12. júlí svo nú er síðasti séns að ná tölum fyrir mótið.
Greinar sem boðið verður upp á er fjórgangur, fimmgangur, tölt og slaktaumatölt.
Engin úrslit verða á mótinu og aðeins verður einn flokkur í hverri grein. Inn á viðburðinum verða birtar fleiri upplýsingar. Hlökkum til að sjá ykkur!

Að loknu Landsmóti

Landsmótið tókst mjög vel.  Skipulag, vellir, aðstaða og stjórnun til fyrirmyndar.  Hestakosturinn algjör veisla.  Hörður átti nokkra þátttakendur á mótinu og stóðu þeir sig vel.  Það þarf mikinn aga og mikla vinnu til að ná inn á landsmót. 

Í Barnaflokki lenti Oddur Arason í 5. sæti og Egill Rúnarsson í því 13.  Í Unglingaflokki tók Benedikt Ólafsson sig til og varð Landsmótsmeistari.  Frábær árangur.  Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var valin knapi mótsins og hlaut FT fjöðrina.  Hún hlaut einnig isibelss verðlaunin, en þau eru veitt þeim knapa sem sýnir einstaka reiðmennsku og fáguð samskipti við hestinn. Reynir Pálmason og Skemill náðu 3ja sæti í 150 m skeiði á tímanum 14,22.

 

Myndir eru frá vef LH.

 

Stjórnin

 

image001.jpgimage002.jpgimage003.jpgimage005.jpg

Reiðhöll

Næstu daga verður hitakerfi sett upp í reiðhöllinni.  Höllinni verður ekki lokað, enúast má við nokkru raski og er félagsmenn beðnir um að sýna þolinmæði og skilning. 

Stjórnin

Landsmót

Mætum á Landsmæot og styðjum okkar fólk. 
Fimmtudag, Hópreið Harðarfélaga frá Naflanum, hnakkur kl 16.30. Lending í Víðidal ca 18.00. Setningarathöfn mótsins kl 19.30. Aðeins 3 knapar frá hverju félagi mega taka þátt í þeirri reið. Ekki verður tekið frá tjaldsvæði fyrir Harðarfélaga og ekki verið mikil stemming fyrir sameiginlegu grilli. Verði breyting þar á, verður það auglýst sérstaklega.


Stjórnin

Landsmót 2018 Unglingaflokkur og Ungmennaflokkur

 
Í gær fóru fram milliriðlar i unglingaflokki og áttum við Harðarfélagar þrjá fulltrúa i riðlinum. Benedikt Ólafsson á Biskupi frá Ólafshaga sýndu glæsileg tilþrif í brautinni og hlutu 8,51 og tryggði það þeim 4.sæti í A úrslitum á sunnudag. Sigrún Högna Tómasdóttir á Takti frá Torfunesi og Rakel Ösp Gylfadóttir á Óskadís frá Hrísdal komust ekki áfram að þessu sinni og hafa þvi lokið keppni á Landsmóti.
Milliriðlar í ungmennaflokki fóru fram í morgun, þar spreyttu sig Erna Jökulsdóttir á Tinna frá Laugabóli og Thelma Dögg Tómasdóttir á Mörtu frá Húsavík. Erna og Tinni voru rétt utan við úrslit en Thelma og Marta stóðu sig frábærlega og hlutu 8,46 og ríða B úrslit á laugardag.
Milliriðlar í A flokki fara fram seinni partinn í dag, þar fer Reynir Örn Pálmason með Laxnes frá Lambanesi i brautina og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum.
Hvetjum við Harðarfélaga til að mæta i brekkuna að hvetja okkar fólk til dáða. Unga fólkið okkar i Herði hefur sannarlega stimplað sig inn á þessu Landsmóti.
Áfram Hörður.

Frá formanni

Frá formanni

Flestir eru búinir að sleppa sínum hrossum í sumarbeit og því minni umferð í hverfinu.  Okkar fulltrúar eru þó á fullu að undirbúa sig undir Landsmótið.  Eftir mótið munum verður farið í framkvæmdir í reiðhöllinni og verður henni lokað einhverja daga.  Nánar auglýst síðar.

Hafinn er frágangsvinna við kerrustæðið og hugmyndin er að merkja og leigja út stæði.  Þannig væri hægt að ganga að „sínu“ stæði. 

Á laugardaginn stendur hestaleigan á Laxnesi fyrir þolreið frá reiðhöll Harðar á landsmótssvæðið í Víðdal.  Að sögn þeirra sem til þekkja er mjög gaman að taka þátt í slíkri keppni.  Þolreiðarkeppni er mjög vinsæl erlendis.  Um að gera að vera með – góður reiðtúr - 15 km. 

Félaginu barst ábending um að efni sem borið var á hluta Tungubakkahringsins, væri ónothæft sem yfirborðsefni.  Þessi vegarkafli verður lagfærður næstu daga.  Takk fyrir ábendinguna.

Sjáumst hress á landsmótinu.

Landsmót 2018

Nú er Landsmót 2018 í Víðidal í fullum gangi og forkeppni í gæðingagreinum lokið.

Gaman hefur verið að fylgjast með þessum fyrstu dögum mótsins en sýningarnar hafa verið skemmtilegar og hestakosturinn frábær.

Í gær fór fram milliriðill í barnaflokki og vorum við þar með tvo fulltrúa fyrir Hörð. Þeir gerðu sér lítið fyrir og náðu sér sæti í A- og B- úrslitum. Oddur Carl Arason og Hrafnagaldur frá Hvítárholti tryggðu sér 3. sæti inn í A-úrslit með 8,58 og þau Egill Ari Rúnarsson og Fjóla frá Árbæ tryggðu sér sæti í B-úrslitum með 8,48. Þvílíkt glæsilegar sýningar hjá þeim og við Harðarfélagar getum verið mjög stolt af þessum ungu og efnilegu knöpum okkar.

Í dag er svo milliriðlar í Unglingaflokki en þar keppa þrjú pör fyrir hönd Harðar. Það eru þau Sigrún Högna Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi, Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga og Rakel Ösp Gylfadóttir og Óskadís frá Hrísdal. Einnig fer fram milliriðill í B-Flokk í dag enn við erum ekki með fulltrúa þar að þessu sinni.

Á morgun fara fram milliriðlar í Ungmennaflokk og erum við þar með tvo fulltrúa fyrir Hörð. Það eru þau Erna Jökulsdóttir og Tinni frá Laugabóli og Thelma Dögg Tómasdóttir og Marta frá Húsavík.
Reynir Örn Pálmason og Laxnes frá Lambanesi riðu sig svo glæsilega upp í milliriðlana A-Flokks sem fara fram eftir hádegi á morgun.

Fyrstu tveir sprettir í 250m og 150m skeiðinu kláraðust í gærkvöldi en þar tók þátt Harðarmaðurinn Reynir Örn með hestinm Skemil frá Dalvík í 150m skeiði. Skemill lá báða sprettina en betri tími hans var 14.44 sek. Sprettir þrjú og fjögur verða svo á föstudaginn kl 16:15.

Við erum rosalega stolt af öllum knöpum og hestum sem voru fyrir okkar hönd á Landsmót þetta árið. Vel búnir hestar og flott reiðmennska einkenndi sýningarnar og þið getið öll verið ánægð með ykkar frammistöðu!

Við óskum okkar fólki sem komst áfram góðs gengis, við munum fylgjast spennt með ykkur!36587767_10216714405198383_7322883020220792832_n.jpg

Þolreið – lokaútkall

Þolreið – lokaútkall

Síðustu forvöð að skrá sig í þessa skemmtilegu reið.  Þolreið hentar íslenska hestinum vel og vegalengdin er ekki meiri en sem nemur góðum reiðtúr!

skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nefndin