Opna íþróttamót Harðar 14-17 mai.

Opna Vís íþróttamót Harðar 14-17 mai.

Íþróttamót Harðar verður haldið á Varmárbökkum 14-17 maí.

Skráningargjald verður 3.000 og 2.000 kr. á næstu greinar.

Aðeins verður tekið á móti skráningum mánudagin 11. maí milli kl.20:00 og 22:00 í Harðarbóli eða í síma 5668282. Ekki verður tekið við skráningum í síma nema að símgreiðsla eigi sér stað. Ég tek fram bara mánudag 11. maí. Keppt verður í öllum hefbundnum íþróttagreinum, meistaraflokkum, opnum flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk og barnaflokkum. 

 

Firmakeppni Harðar 1 mai.

Úrslit frá firmakeppni Harðar 2009.

Barnaflokkur.                                              Fyrirtæki.

1 sæti. Páll Jökull Þorsteinsson á Hrók.             Arkform ehf.

2 sæti. Harpa S. Bjarnadóttir á Dögun.             Ari Oddsson ehf.

3 sæti. Anton Hugi Kjartansson á Sprengju.       Allt/Gák bílaverkstæði.

4 sæti. Elín A. Gunnarsdóttir á Kópi.                  5g ehf.

5 sæti. Íris Unna á Venusi.                               Áslákur.

   

 

Nánar...

Umhverfisdagur Harðar

myndiir 145

Umhverfisdagur Haðar verður haldin fimmtudaginn 23 maí  sumardaginn  fyrsta.  Mæting er í Harðarbóli kl 10 og eru allir félagsmenn hvattir til að mætta.  Margar hendur vinna létt verk.

Nefndin

Þriðja vetrarmót Harðar

krakki 

Þriðja vetrarmót verður haldið fimmtudaginn 23 apríl. Umhverfisdagur Harðar byrjar kl 10:00 og mótið byrjar ekki fyrr en þið ágætu félagar eru búnir að taka vel til hjá ykkur. Þá meina ég ekki heima hjá ykkur heldur í okkar ágæta hesthúsahverfi. En mótið á að byrja stundvíslega kl 15:00. Skráning verður í Harðarbóli milli 13:00 og 14:00.

 

Nánar...

Mótadagskrá Harðar 2009

Mótanefnd hefur stillt upp mótadögum ársins og eru þeir sem hér segir:

28. febrúar   Laugardagur vetrarmót (1) Árshátíðarmót

14. mars laugardagur   vetrarmót (2) 

18. apríl l     Laugardagur vetramót (3) 

1. maí  Firmakeppni

14-16  maí Íþróttamót  (World Ranking) föstudag til sunnudags.

5-7 Júní Gæðingakeppni Harðar föstudag til sunnudags.

25-28 júní íslandsmót barna og unglinga fimmtudag til sunnudags.

Reiðhöll

img_1585

Reiðhöllin rís.  Þrátt fyrir kreppu og hrun krónurnar sprettur nú  glæsileg reiðhöll harðarmanna upp úr jörðinni.  Það er fyrirtækið Hýsi ehf í Mosfellsbæ sem sér um framkvæmdina.

2 vetrarmót Harðar.

2 Vetrarmót Harðar verður haldið laugardaginn 21 mars. 131933791-l

Mótið hefst stundvíslega kl 13:00. Skráning verður í Harðarbóli milli 11:00 og 12:00. Skráningargjald er 1500 í öllum flokkum nema í pollaflokk og barnaflokk sem er eins og alltaf er frítt fyrir börnin. 

 

Nánar...