Umsóknafrestur í Afrekssjóðinn

Umsóknafrestur í Afrekssjóðinn var til 31. ágúst. Vandræði hafa verið með umsóknakerfið þannig að eitthvað af umsóknum hafa ekki skilað sér inn til okkar. Nú er búið að lagfæra þetta og viljum við því biðja þá sem hafa sent inn umsókn að senda aftur svo það sé öruggt að hún verði tekin fyrir núna. Framlengjum því umsóknafrestinn til 15. sept.

Beitartími á enda runninn

Þá er tíundi dagur septembermánaðar runnin upp sem þýðir að beitartímabili í beitarhólfum sem Hörður úthlutar er senn á enda runnið. Samkvæmt samningi félagsins við Mosfellsbæ ber leigutökum að fjarlægja hross úr hólfunum eigi síðar en á miðnætti þann 10. september.

Beitarnefnd beinir því þeim tilmælum til hlutaðeigenda að þeir virði þetta ákvæði og fjarlægi hrossin í kvöld.

Fulltrúi Landgræðslu ríkisins mætir síðar í vikunni og metur ástand beitarhólfanna eins og venja er til.

     Beitarnefnd  

Aukin þátttaka barna af erlendum uppruna

Kæru félagar,

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.

Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi.

Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku.

Efnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ.

Smelltu hér til þess að skoða bæklinginn.  

 

Styrkur til félaga

Íþrótta- og ungmennafélögum stendur til boða að sækja um styrk að upphæð 180.000 krónur til að standa fyrir verkefni sem hvetur börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi. Fimm styrkir verða í boði. Til þess að hljóta styrk þurfa félög að skila áætlun um hvernig nýta á fjármagnið. Tímarammi verkefnisins er frá september 2018 og til áramóta.

Eftir að verkefnunum lýkur munu ÍSÍ og UMFÍ safna saman gögnum frá þeim félögum sem hljóta styrk og deila reynslunni áfram til annarra félaga í landinu. Saman getur íþróttahreyfingin hjálpast að, miðlað reynslu og þekkingu og gert gott starf enn betra.

Smelltu hér til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 17. september nk.

Vakin er athygli á Íþróttasjóði. Í ár er sérstök áhersla lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Sjá nánar hér.

Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

Haustfjarnám 2018 Þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi.  Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur.  Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda, almennan hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta hjá sérsamböndum ÍSÍ. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði.  Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og kr. 40.000.- á 3. stig.  öll námskeiðsgögn eru innifalin.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 21. sept.  Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.  Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.  Til þátttöku á 3. stigi þarf að hafa lokið 2. stigi eða sambærilegu námi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og að hafa 18 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.

Slóð á skráningu á öll stig í haustfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2018:

http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/

Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 & 863-1399 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk

FEIF og LH auglýsa eftir þátttekendum á þriðja leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið veður haldið 9-11. nóvember í TM-reiðhöllinni í Reykjavík og húsakynnum Eldhesta við Hveragerði.

FEIF vill hvetja ungt fólk áfram því þau eru leiðtogar framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi hefur æskulýðsnefnd FEIF sett saman röð námskeiða þar sem kenndar eru leiðir til að efla leiðtogahæfni i samskiptum við bæði hesta og menn.

Námskeiðið er bæði fræðilegt og verklegt en þátttakendur þurfa ekki að koma með hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 manns í heild.

 

Nánari upplýsingar:

 

https://www.lhhestar.is/is/frettir/leidtoganamskeid-feif-fyrir-ungt-folk-1

Flugeldasýning

 

verður við Miðbæjartorgið laugardaginn 25. ágúst að loknum stórtónleikum.  Ekki hrossavænn atburður, ef þið viljið gera einhverjar ráðstafanir með hrossin ykkar.

stjórnin

Viljum minna á Hjólakeppnina sem fer fram í kvöld 23.8. á Fellahringnum!

Varðandi Hjólakeppnina 23 Ágúst Kl 19-22 Fellahringur

Þetta eru tveir hringir sem verða hjólaðir líkt og í fyrra og er stór hluti þeirra sama leiðin 
en þeir kvíslast í Mosfellsdalnum eftir að undir brúna er komið famarlega í Dalnum.


Viðburðurinn mun starta klukkan 19:00 frá Íþróttamiðstöðinni að Varmá og eru hröðustu keppendur em 1 klst að fara Stóra hringinn en rúmar 2 klst þeir hægari.


Litli hringurinn er fljótfarnari en lokakaflar beggja hringjann ligjja á sömu leið þannig að við 
gerum ráð fyrir að síðustu keppendur verða búnir eigi síðar en 21:30.


Hér í veiðhengi eru myndir af ferlum á Google Earth af þeim.

39287897_2185456254828904_880338957034848256_o.jpg39454099_2185456361495560_5622891619654041600_o.jpg

Þátttaka í bæjarhátíð

Hestamannafélagið Hörður hefur undanfarin ár tekið þátt í bæjarhátíðinni Í túninu heima.  M.a. leitt skrúðgönguna frá Miðbæjartorgi niður í Álfosskvos.

Þau sem vilja taka þátt, vinsamlega hafið samband við Thelmu Rut This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gott að það mæti fólk á öllum aldri og af báðum kynjum.

Stjórnin

Hugum að viðskilnaði beitarhólfa

Sumri tekur að halla og senn líður að lokum beitartímans. Rétt er að minna á að samkvæmt reglum er randbeit ekki leyfð eftir 20. ágúst. Tímabært er fyrir alla þá er leigja beit hjá félaginu að huga að viðeigandi viðskilnaði beitarhólfanna þannig að þau fái í það minnsta 3 í einkunn við úttekt fulltrúa Langræðslunnar sem tekur út hólfin eftir 10. september sem er lok beitartímans. Enn eru 20 dagar eftir af beitartíma og er góður möguleiki fyrir þá sem eru með mikið bitin hólf að fjarlægja hrossin af stykkjunum þannig að hólfin fái tíma til að spretta örlítið fyrir úttekt og með því hægt að tryggja viðunandi einkunn. Einkunnaskalinn er frá einkunn 0 sem þýðir óbitið og niður í 5 sem þýðir mikla ofbeit og hólfið auk þess troðið og traðkað og farið að láta á sjá. Einkunn 3 þýðir að hólfið sé fullnýtt og viðskilnaður viðunandi.

Á það skal minnt að þeir sem fá einkunn 4 eða lægra þrjú ár í röð fá ekki úthlutað beit fjórða árið.

Þá er rétt að geta þess að enn hafa nokkrir (ekki margir) trassað að greiða fyrir beitina. Vill beitarnefndin hvetja þá að gera skil hið fyrsta. Minnt skal á að hafi greiðsla ekki borist fyrir 10. september fær viðkomandi ekki hólfi úthlutað að ári. Gaumgæfið því vel hvort nokkuð hafi gleymst að borga fyrir beitina!

Litið verður yfir hólfin á næstu dögum og þá væntanlega haft samband við þá sem þurfa að fjarlægja hrossin.

Með bestu kveðjum

Beitarnefnd