Ferðasjóður íþróttafélaga

Ágætu félagar!

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga.
Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis 9. janúar 2019.  Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.

Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2018.

Til úthlutunar eru 127 milljónir króna. Styrkir úr sjóðnum verða greiddir út í febrúar/mars.
Við stofnun umsóknar er send vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send.

Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra.

Listi yfir styrkhæf mót opnast í kerfinu þegar búið er að stofna umsókn.

Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Æskulýðsnefnd Harðar býður í aðventukaffi 12. des

Þann 12. desember kl 17-19 ætlar æskulýðsnefndin að bjóða í aðventukaffi í Harðarbóli. Boðið verður upp á piparkökur og glassúr og Pizzu og gos. Við ætlum að hittast og nota tækifærið að skoða það sem er framundan. Okkur langar að vita hvað þið hafið áhuga á að gera á komandi ári. Svo endlega leggið höfuðið í bleyti og komið með hugmyndir fyrir námskeið, uppákomur, kennslu osfrv sem þið hafa áhuga á. Það verður hugmyndakassi á staðnum og við munum svo fara yfir það sem kemur í kassann og ákveða dagskránna fyrir 2019 með ykkar hugmyndir að leiðarljósi.

Kær kveðja æskulýðsnefndin 2019
Helga, Leon, Kolbrún, Signy og Alexandra

Reiðhallarlyklar 2019

Það er komnar nýjar reglur um reiðhallarlyklana
Þegar pantaður er lykill fyrir 2019, verður sendur út greiðsluseðill. 
Gildistími lyklanna er til ársloka 2019.  Lyklar sem keyptir hafa verið núna í nóv/des, gilda út 
árið 2019. Það verður lokað á ógreidda lykla.
Minnum á að í boði er að kaupa lykla fyrir stakan mánuð á 3.500 kr fyrir hálfan daginn og 15.000 kr fyrir allan daginn.

Nú er hægt að panta lykil fyrir 2019 á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Námskeið 2019

Búin er að setja inn auglýsingar fyrir Námskeið 2019

Námskeið æskulýðsnefnd https://www.hordur.is/index.php/namskeid-aeskulydsnefndar

Námskeið fræðslunefnd https://www.hordur.is/index.php/namskeid-fraedslunefndar

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.

SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 !
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!

Hrímnis Mótaröð 2019

Á komandi keppnistímabili mun mótanefnd hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ standa fyrir Hrímnis mótaröð. Mótaröðin er einstaklingskeppni og verður opin öllum en keppt verður í þremur greinum: gæðingafimi, fjórgang og fimmgang. Mótaröðin verður á miðvikudagskvöldum klukkan 18:00 og eru dagsetningarnar eftirfarandi:

6.mars – Gæðingafimi
27.mars – Fjórgangur
27.apríl – Fimmgangur

Undirbúningur fyrir mótin mun hefjast klukkan 17:00 þessa daga og er þá öll höllin frátekin og kennsla ekki áætlað á þessum dagsetningum.

Endilega takið daganna frá!
Hrimnir logo.jpg

Ný Gjaldskrá og Pöntun á Reiðhallarlyklum

Það er kominn ný dagskrá inn á heimasíða okkar.

https://www.hordur.is/index.php/felagid/gjaldskra

Ég vill biðja alla sem vita nú þegar að þau vilja fá nýjan lykill fyrir vetur (hafa lykillinn sinn opinn í vetur) að hafa samband við mig. Ég opna lykillinn þá til lok 2019. 
Viljum að komast fram hjá því að fólk gleymir að panta lykill og stendur svo fyrir framan lokaða dýrnar eitt kaltan veðurkvöld :) Endilega sendi mér stutt mail með nafn, kt og hvernig lykill óskað er eftir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Á lykillinn er númer, hún má gjarnan fylgja með til að auðvelda þetta.

Líka er gott er að minna á að það þarf alltaf bóka reiðhöllinna þegar farið er í Reiðkennslu.

Takk fyrir og eigið góða helgi 

 

Kveðjur

Sonja

Akstur um reiðstíg við Tunguveg

Hafin er framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss við Varmárskóla.  Aðkoma verktaka verður að hluta eftir reiðstígnum frá Tunguvegi.  Reynt verður að haga akstri þannig að hann valdi sem minnstri truflun. Aðvörunarskilti og merkingar verða sett upp, en næstu 2 mánuði eða til loka janúar má gera ráð fyrir talsverðri umferð um reiðstíginn, en tekið verður tillit til umferð okkar hestamanna.  Frá og með 1. febrúar verður allri umferð verktaka lokið kl 18 á daginn og engin umferð um helgar.  Ef upp kemur sú staða að verktakinn þurfi að nota reiðstíginn um helgar, verðum við látin vita í tíma og getum þá komið skilaboðum til félagsmanna.  Taka skal fram að reiðstígurinn verður ekki lokaður fyrir okkur hestamenn, aðeins að á þessum tíma getum við búist við umferð bíla og þungavinnutækja um stíginn.  Verklok verða fyrir árslok 2019.  Reiðvegurinn verður stækkaður og byggður upp til að þola þessa umferð og eftir að verki lýkur fáum við breiðari og betri reiðstíg.

Við fögnum því að bærinn leiti til okkar um samvinnu og að verktaki sé tilbúinn að koma á móts við okkar óskir.  Þannig virkar „sveit í bæ“

Nánar á http://www.mosfellsbaer.is/forsida/frettir/frett/2018/11/28/Framkvaemdir-vid-fjolnotaithrottahus-hafnar/

Stjórnin

Heldri hestamenn og konur. Aðventukvöld í Harðarbóli.

 
🌲🌲🌲
Fimmtudaginn 13. desember.
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 19:30
 
🍽
Matseðill
Aðalréttur
Jólahangikjöt
Borið fram með jarðeplum í hvítri sósu.
rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði.
Eftirréttur
Heimagerður jólaís með tobleron "ala Þuríður"
🍷🍺🍷
Opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði
Þeir sem vilja geta komið með sína drykki
Hátíðardagskrá
Karlakórinn Stefnir
í fullum skrúða gleður okkur með "minitónleikum"
Eysteinn Leifsson
flytur okkur pistil léttu nótunum
Hansi
blæs í Saxófóninn og kynnir nýja diskinn sinn
🎸🎹🎸
Guðmundur á Reykjum
þenur nikkuna í anddyrinu og kemur okkur í rétta gírinn
Hákon formaður
mætir með gítarinn og stjórnar fjöldasöng.
 
Verð kr. 4500
posi á staðnum.
 
Tryggið ykkur miða í tíma hjá Sigríði í síma 896-8210
eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
😊😊😊
 
Lifið er núna - Njótum þess.