Grímu- og jafnvægistölt Harðar

Opið Grímu og jafnvægistölt Harðar 

Laugardaginn 19. janúar kl 13.00 verður haldið opið Grímu og jafnvægistölt í reiðhöllinni í Mosfellsbæ.
Mótið verður tvískipt en byrjað verður á Grímutölti og jafnvægistölt strax á eftir. 
Skráningargjald er 1000 kr fyrir unglinga og ungmenni, 1500 kr fyrir fullorðina, frítt fyrir börn og polla.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum :
Pollar (teymdir)
Pollar (ríða einir)
Börn 
Unglingar
Ungmenni
Fullorðinsflokkur
Heldri manna og konu flokkur

Jafnvægistölt : 
Tveir í braut í einu, tveir hringir riðnir, bannað að fara á stökk,
hver keppandi er með eina könnu með vatni í, á könnuni er teip 
og bætist við tími við hvert teip sem vatnið fer niður fyrir, 
stig fást fyrir tíma en einnig verða gæði gangtegundarinnar dæmd.

Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn í hverjum flokki ( nema polla flokkum ) 

Skráning verður í höllinni á milli 11 – 13 
Seldar verða veitingar.