Kirkjureiðin 20. maí 2012

Kæru Harðarfélagar nú líður að kirkjukaffinu, okkur vantar kökur, brauð og þessháttar á kökuhlaðborðið. Tekið verður á móti bakkelsinu milli 11:00 og 12:30 í Harðarbóli. Hvetjum við alla félaga til að koma með eitthvað gómsætt eins og vanalega. Hittumst svo hress og kát.

Stjórn kvennadeildarinnar. 

Viðburður ársins!!! Langbrókarmót og reið!

Þá er loksins komið að því, Langbrókarmótið 2012, skemmtimót kvennadeildarinnar, sem allar hafa beðið eftir verður haldið með pompi og prakt næstkomandi föstudag þann 18. maí! Það passar akkúrat að síðustu leifar marbletta eru sagðir horfnir eftir síðasta Langbrókarfjör (við nefnum engin nöfn) og því tímabært að fara að huga að einhverri gleði. Nú er stefnt að því að sleppa marblettakaflanum og því er dagskráin með eftirfarandi hætti:

1. Hittumst í Naflanum klukkan 18:30

2. Förum ríðandi upp í Varmadal til snillingshjónanna Nonna og Haddýar - þokki og glæsibragur mun einkenna hópinn (enda Helena Kristins með í för)

3. Fordrykkur í  Varmadal

4. Langbrókarmótið formlega sett - laufléttar þrautir með megin áherslu á þokka og gleði - stefnt er á marblettalaust mót!

5. Boðið er uppá kjúklingasalat og létta drykki í hesthúsinu

6. Riðið heim (og enn er stefnt að þokka og gleði)

7. Móti formlega slitið - alls óvíst með hvenær (en hverjum er ekki sama!)

 

Þema mótsins er fjólublátt fyrir allan peninginn!!!!

 

Skráning fer fram á Feisbúkk eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kvennadeild Harðar

Kvennareiðtúrarnir

Nú viljum við vekja athygli á því að senn líður að formannsfrúarreiðinni (26 maí). Kvennadeildin hefur því ákveðið að hafa reiðtúranna alla miðvikudaga framvegis, eins verður farið í lengri reiðtúra þannig að allar þær sem koma með frá Skógarhólum verða komnar í mikla æfingu sem og hestarnir. Sjáumst hressar að vanda á miðvikudaginn 2 maí kl 18:00 í naflanum.

 

Kvennadeildin.

Fákur kom í heimsókn

Fáksarar komu í heimsókn til okkar Harðarmanna í dag og heyrðum við því fleygt að ekki hafa mætt svona margir síðan að kaffið var í Hlégarði í gamla daga. Brokkkórinn kom og söng nokkur lög við miklar vinsældir og frábærar undirtekktir, þökkum við þeim snilldar kór fyrir sönginn og vonumst við til að heyra í þeim aftur að ári. Við viljum þakka öllum þeim sem komu með kökur og góðgæti. Sérstakar þakkir til þeirra sem stóðu vaktina í eldhúsinu. Aldrei klikkar kvennadeild Harðar sem er orðin með þeim öflugri á landinu,  ÞREFALT HÚRRA FYRIR ÞEIM.

 

Stjórn kvennadeildarinnar.

Kvennadeildin

Mig langar að koma upp hringilista fyrir kvennadeildina, eða mail lista þannig að hægt sé að senda á allar þær konur upplýsingar sem hafa áhuga á að vinna á viðburðum félagsins. Sendið mér endilega tölvupóst sem myndu vilja vera tilkippilegar. Eins fer að koma að 1. maí kaffinu okkar góða sem og kirkjukaffinu gott væri ef þið gætuð styrkt félagið í þeim viðburum. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hómfríður formaður kvennadeildarinnar

Kvennadeildin kallar á kátar konur:-) og karla:-)

Ný kvennadeild hefur nú hafið störf. Í henni eru; Hólmfríður Ólafsdóttir (formaður), Ragna Rós, Berglind, Þórhildur og Ragnhildur. Við þökkum fyrri nefnd fyrir frábær störf og veitingar undanfarin misseri og vonumst til að halda upp merkjum kvennadeildar með sama myndarbrag og þær.

Hörður er öflugt félag og með marga ferða- og íþróttaviðburði á sínum snærum. Hlutverk kvennadeildar er að sjá til þess að engir svangir né þyrstir vafri um á þessum uppákomum:-) Til að þetta megi ganga sem allra best köllum við nú til fundar þann 9. febrúar klukkan 19:30 í Harðarbóli. Við bjóðum velkomna alla þá sem áhuga hafa á að taka þátt í gleðinni í eldhúsinu með okkur og vilja hafa eitthvað um það að segja hvað hér er boðið uppá :-) Eins munum við kynna vetrardagskrána, s.s. kvennareiðtúrana og fleira.

Kær kveðja,

Stjórn kvennadeildar

Kvennareiðtúrinn í kvöld

Enginn er verri þó hann vökni Wink hugmyndin er að fara nesið og við verðum aldrei meira en klst. í túrnum.

Sjáumst í kvöld og allir að mæta með eitthvað gott á grillið. Við gerum salat og örugglega sósu.

Kvennadeildin

Formannsfrúarreið

Nú fer að líða að skráningu í Formannsfrúarreiðina, sem verður 21. maí, en eins og kunnugt er á að keyra hesta og hestakonur á Þingvöll og ríða þaðan í Hörð, en þar verður tekið á móti okkur með veislu í Harðarbóli. Stefnum á að skráningu hefjist innan fárra daga og ljúki 13. maí, síðan ætlum við að halda kynningarfund ca. 16. eða 17. maí, þar sem verður farið yfir alla ferðaáætlu osfrv. Áætlaður kostnaður er um 8.000.- , innifalið í því er morgunverður og nesti í ferðina, ekki drykkir, kerruferð fyrir hesta og reiðmann á Skógarhóla einnig trúss og hugsanlegar járningar ef dettur undan á leiðinni eða eitthvað óvænt kemur uppá, og síðast en ekkí síst, kvöldverður að hættu Gunnu í Dalsgarði í Harðarbóli í ferðalok, Guðjón formaður og Hákon ætla að spila á gítar og syngja fyrir- og með okkur fram á nótt.  Ferðin verður undir öruggri stjórn Lillu. Fylgist með hér á síðunni eða facebook þar sem birt verður  hvar og hvenær á að skrá sig.  KOM SVO HARÐARKONUR FJÖLMENNUM Í ÞESSA FRÁBÆRU FERÐ

Harðarkonur

Stóri dagurinn

Jæja þá er komið að því, fyrsti reiðtúrinn hjá kvennadeildinni verður miðvikudaginn 7 mars kl 18:00. Lagt verður af stað úr naflanum. Sjáumst hressar og kátar eins og alltaf kæru konur.

 

Kvennadeildin

Bakkelsi óskast

Kæru Harðarfélagar,

nú er mál að rífa upp þeytarann og hræra nokkrar kökur því n.k. laugardag 30. apríl tökum við vel á móti Fáks mönnum og konum með flottum veitingum. Til þess að geta tekið eins vel á móti þeim og okkur var tekið þurfum við kvennadeildin hjálp við að reiða fram kökur og brauð. Einnig væri gott að fá nokkra sjálfboðaliða í eldhúsið við að dekka borð, laga kaffi ofl.- alltaf fjör í eldhúsinu. Hver býður sig fram ?

f.h. stjórnar kvennadeildar,

Helga Margrét Jóhannsdóttir

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.