Tiltektardagurinn

Ágætu Harðarfélagar og hesthúseigendur 

Nú ætlum við að taka til hendinni, ætlunin er að taka til í kringum hverfið og með reiðleiðum. Við ætlum að mæta kl 10:00 á sumardaginn fyrsta ( 19. apríl ) við reiðhöllina. Reiknað er með að þetta taki um tvo tíma en því fleiri sem mæta því fyrr lýkur verkinu. Vonumst við að sem flestir mæti því öll viljum við hafa hreint og snyrtilegt í kringum okkur. Einnig viljum við benda þeim á sem eru með rúllur eða bagga við hesthús sín (hvað þá annað) að fjarlægja það fyrir sumarið. Grillað verður svo fyrir tiltektarfólk fyrir utan reiðhöllina að verki loknu.

Umhverfisnefnd.

Hesthúsahverfið vaktað

Eins og flestum mun kunnugt gerist það af og til að í hverfið koma það sem við getum kallað óboðna gesti sem brjótast inn í hesthús í Hesthúsahverfinu að Varmárbökkum. Fyrir nokkrum árum var sett upp vaktmyndavél sem myndar umferð um hverfið að nóttu sem degi. Nú hefur vélin verið endurnýjuð og til stendur að setja upp fleiri vélar í hverfinu þannig að erfiðara verður um vik fyrir þá sem hyggja á strandhögg í hesthúsum vorum. Af öryggisástæðum er ekki hægt að gefa upp hvar vélarnar eru/verða staðsettar en reynt verður að ganga þannig frá málum að illmögulegt verði að fara um hverfið án þess að lenda inn á tökusvið vélanna. Einng er fyrihugað setja upp skilti þar sem fram kemur að hverfið sé vaktað en stjórnin telur að í því felist fælingarmáttur sem eykur öryggið enn frekar.

Nánar...

Sumarbeit hjá Herði

dsc00865 Að venju stendur skuldlausum félagsmönnum Harðar til boða sumarbeit í Mosfellsbæ. Umsóknareyðublöð verður fljótlega hægt að nálgast á heimasíðu félagsins og skal skila þeim útfylltum til formanns Beitarnefndar fyrir 25. apríl n.k. Með undirskrift lýsir viðkomandi sig reiðubúinn til að undirgangast þær reglur sem í gildi eru um beitarhólfin.Hægt er að koma fyrirspurnum á framfæri á vakri @ mbl.is og eins er hægt að setja sig í samband við einhvern nefndarmanna (sjá heimasíðu Harðar)Stefnt er að því að úthlutun verði lokið fyrir 10. maí n.k. og geti væntanlegir leigjendur komið og greitt beitargjöldin og fengið áburð í Harðarbóli. (Verður auglýst síðar.)  Beitarnefnd Harðar

Grill og stanslaust stuð !!

Við félagsmenn ætlum að lyfta okkur upp og grila saman á föstudagskvöldið kl 7 á tjaldsvæði Harðarmanna. hvetjum við sem flesta að láta sjá sig og efla félagsandann. Ætlar Makkerinn að sýna hvað í honum býr og sjá til þess að enginn fari hungraður aftur í brekkuna.

 

Kv. Grillflokkurinn !