Firn af áburði á fimmtudag

Von er á meiri áburði sem verður afhentur nýjan á fimmtudag (uppstigningardag) frá kl.: 10:00 til kl.: 12:30 í reiðhöllinni.

Áburðurinn er afhentur í litlum pokum en horfið hefur verið frá því að hver og einn moki í sína poka heldur munu tveir eða jafnvel fjórir þrælar sem beitarnefnd tókst að útvega sjá um moksturinn. Eina sem menn þurfa að gera er að bera pokana út í bíl og koma honum á sinn stað.

 

Þar sem Hörður er fyrirmyndarfélag göngum við á undan með góðu fordæmi og sýnum sterka umhverfisvitund með því að hirða plastpokana og geyma þá til næsta árs. Þetta eru sterkir pokar sem eiga að endast árum saman og á næsta ári verða menn látnir borga sérstaklega fyrir þá þurfi þeir nýja poka.

Minnum á að aðeins skuldlausir félagar fá úthlutað hólfum. Beitargjaldið verður innheimt í heimabanka fljótlega og þarf því ekki að vera greitt fyrir hólfin við móttöku áburðar.