Þjóðahátíðarslepping!

Þá getum við haldið upp á þjóðhátíðardaginn með því að sleppa hrossunum í hagana. Beitarbanninu hefur verið aflétt og geta menn því farið með færleikana á beit. Á það skal þó bent að víða er lítil spretta og má búast við beitin endist stutt  ef ekki eru gerðar sérstakar ráðstafanir. Skynsamlegt getur verið að setja hey í hólfin þar sem lítið er sprottið og eins að setja hóflegan fjölda í einu á stykkin. Þetta þarf hver og einn að meta og eins er hægt að hafa samband við formann Beitarnefndar ef þörf er á ráðleggingum um hvað gera skal.
Þetta ástand kennir okkur það að það eru ekki alltaf jólin í þessum efnum eins og segja má að hafi verið undanfarin ár þegar gróður hefur verið fljótur til á vorin og nánast allt að drukkna í grasi yfir sumarið.  En vissulega getur þetta breyst á skömmum tíma og nú virðist farið að hlýna og aðeins örlar á vætu.
f.h. Beitarnefndar
Valdimar Kristinsson
s. 896 6753