Hringvöllurinn

Hringvöllurinn er mjög harður eftir miklar rigningar í maí mánuði.  Hann var slóðardreginn í morgun, en það verður farið í að laga hann annað kvöld og verður völlurinn lokaður á meðan. Þangað til – farið varlega og rétt að benda á að betra er að vera með léttari hlífar á svona hörðum velli.  Veðurspáin er ágæt fyrir vikuna og vonandi verður völlurinn orðinn góður fyrir Gæðingamótið um næstu helgi.

Vallarnefnd