Heldri hestamenn og konur

Heldri hestamenn og konur

Lokahóf
Reiðtúr - grillveisla.
Dagurinn er miðvikudagur 30. maí 2018
 
Reiðtúrinn🐎
Lagt verður upp frá reiðhöllinni kl. 18:00
Við ríðum upp í Varmadal þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og harmonikuspil 🎹
Gert er ráð fyrir að reiðtúrinn taki einn og hálfan tíma.
 
Lokahóf - grillveisla.
Harðarból opnar kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00
Guðmundur Jónsson á Reykjum dregur fram dragspilið við innganginn og kemur okkur í rétta gírinn
 
Stormsveitin
Karlakór og hljómsveit
mætir á svæðið kl. 21:00 og skemmtir okkur af sinni alkunnu ☺snilld😊
 
Hákon formaður mætir með gítarinn og tekur með okkur hressilega slagara 🎸
 
Að venju verður boðið upp á metnaðarfullan kvöldverð.
 🍴🍽🍴
Grillað lambafile borið fram með gratineruðum kartöflum,
dýrindis sósum, salati og grilluðu grænmeti.
Kaffi og sætt.🍰☕
Við getum tekið með okkur drykki en fyrir þá sem það kjósa er barinn opinn og drykkir seldir á sanngjörnu verði 🍷🍺
Verð kr. 3500 ( posi á staðnum )
 
Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 
á hádegi laugardaginn 26. maí.
hjá Sigríði netf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210.
Takið fram hvort þið mætið í reiðtúrinn, grillið eða bæði. Tilkynnið einnig hvort þið takið með ykkur gesti.
 
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur.
Lífið er núna - njótum þess
😉😉😉
Konráð - Sigríður - Þuríður.