FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA 12MAÍ

Harðarkonur! 
Nú getum við farið að láta okkur hlakka til 
Okkar árlega FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA verður farin laugardaginn 12. maí. 
Að þessu sinni verður ferðin okkar

" ÓVISSUFERÐ"

Eina sem við þurfum að vita er að við ríðum frá og til Mosó og að það verður...............stuð stuð stuð  
Við hittumst kl. 10 hjá Kristín Halldórsdóttir. Fáum okkur hressingu og leggjum af stað stundvíslega kl. 11:00 
Farastjórinn okkar í þessari skemmtiferð er auðvitað hin stórkostlega LILLA.

Eins og undanfarin ár gerum við ráð fyrir tveimur hestum fyrir þær sem ætla að ríða alla leið. Í áningu er hægt að koma inn í ferðina og skipta um hest. 
Þegar heim er komið þá hittumst við í reiðhöllinni í fordrykk og grilli. 
Það verður KÚBVERKST ÞEMA ……………..HALELÚJA SYSTUR !

Hægt er að lofa góðri skemmtun þegar HARÐARKONUR koma saman og eins og venjulega verður dagurinn hin glæsilegasti i alla staði, kaffiveitingar í áningu og grillveisla í Reiðhöllinni þegar við komum heim.

Takið daginn frá stelpur. Í fyrra vorum við 50 sem riðu saman. 
Við höldum kostnaði í lágmarki og sendum nánari upplýsingar á næstu dögum.

Kveðja til ykkar allra. 
Kristín K, Kristín H, Lilla
31676584_10213879823222096_8364836451233300480_n.jpg