Beitarhólf

„Vorið er komið og grundirnar gróa“

og grösin í beitarhólfunum fara að taka við sér

Það þýðir að nú sé tímabært að sækja um beitarhólf þ.e.a.s. þeir sem vilja fá beit hjá félaginu. Stefnt er að því að ljúka úthlutun fyrir miðjan maí og þurfa umsóknir því að hafa borist fyrir 10. maí n.k.

Umsóknir fara í gegnum heimasíðu félagsins, þar sem klikkað er á hnappinn „sækja um beit“ hægra megin á forsíðunni.

Minnt skal á að öll hross sem geymd eru í hólfunum sem um ræðir eru alfarið á ábyrgð eiganda eða umsjónamanns þeirra. Þá skal minnt á að beitarþegar skulu ábyrgðatryggja hrossin hjá viðurkenndu tryggingafélagi til að firra sig ábyrgð gagnvart þriðja aðila valdi hrossin tjóni.

Þá skulu umsækjendur kynna sér reglur þær sem gilda um beitarhólfin til hlítar.

Athugið að allir þurfa að sækja um sem vilja hólf, líka þeir sem hafa haft hólf á síðasta ári.

Beitarnefnd