Frá Formanni

Að undanförnu hafa verið umræður um graðhesta í hesthúsahverfi.  Hef ekki fundið neinar sérstakar reglur um slíkt, en í 6. gr laga um búfjárhald segir:  

Þar sem sveitarstjórn hefur gert umráðamönnum búfjár skylt að hafa búfé í vörslu skal vera gripheld girðing og ber umráðamaður búfjár ábyrgð á að svo sé.

Eigandi er alltaf ábyrgur fyrir tjóni sem hestur í hans eigu veldur og því er eigandi graðhests ábyrgur ef hesturinn fyljar meri án vilja eiganda merarinnar.  Í sameiginlegum gerðum eða aðliggjandi gerðum er eðiliegast að gera með sér samkomulag um hvenær hægt sé að hafa graðhesta úti og aldrei má skilja þá eftir án umsjár, nema með sérstöku leyfi annarra sem nýta gerðið.  Með gagnkvæmri tillitssemi ætti þetta að vera „lítið“ mál.

kv

HákonH