Heldri hestamenn og konur 60 + - Hagyrðingakvöld

 

Hagyrðingakvöld Í  Harðarbóli

Miðvikudaginn 14. mars.

Húsið opnar kl. 19:00

Borðhald hefst kl.19:30

Guðmundur Jónsson á Reykjum þenur nikkuna við innganginn og kemur okkur í rétta gírinn.

 

Gestir kvöldsins eru landsþekktir hagyrðingar

Ómar Ragnarsson,

Ragnar Ingi Aðalsteinsson

 og séra Hjálmar Jónsson.

 

Hákon formaður Harðar mætir að með gítarinn og tekur með okkur hressilega slagara.

Að venju verður boðið upp á dýrindis kvöldverð.

Svínakótelettur í raspi bornar fram með steiktum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og rabbarbarasultu.

Kaffi og sætt.

Við getum tekið með okkur drykki en fyrir þá sem það kjósa verður opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði.

Verð fyrir kvöldverð og skemmtun 4000 ( posi á staðnum )

Allir fyrrverandi og núverandi félagar 60 ára og eldri eru velkomnir.

Tilkynnið mætingu í síðasta lagi á hádegi sunnudaginn 11. mars.

hjá Sigríði netf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8968210

 

Lífið er núna – njótum þess      

 

Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur.

Sigríður Johnsen

Konráð Adolphsson

Þuríður Yngvadóttir