Frá formanni.

Enn er verið að laga reiðleiðir eftir fádæma rigningar og flóð. Nánast allar okkar reiðleiðir stórskemmdust. Þannig varð að loka reiðleiðinni undir Köldukvíslsbrúna og reiðleiðin undir Varmárbrúna var illfær.
Að ekki sé talað um aðalreiðleið okkar Harðarmanna – Tungubakkahringinn. Reiðleiðin um ræsin var löguð strax, en þar vantaði fína efnið. Sú leið verður löguð í dag – föstudag. Búið er að laga reiðleiðirnar undir brúnum – aðeins verið að fínvinna þar í kring. Tungubakkahringurinn sjálfur skemmsist minna, sem og Blikastaðanesið, en báðar þessar reiðleiðir er verið að lagfæra. Bæjaryfirvöldum til vorkunnar, voru þetta því miður ekki einu vegirnir sem skemmdust hér í sveit. Við verðum því að vera þolinmóð og sýna skilning við hamfarir sem þessar.
 
kv
HákonH