Frá formanni

Ágætu Harðarfélagar

Helgin var viðburðarrík hjá okkur Harðarmönnum.  Veðrið lék sér að okkur eins og svo oft í vetur.  Reiðleiðir okkar illa farnar eftir rigningarnar, Blikastaðanesið þó heldur skárra. Þó er Tungubakkahringurinn sjálfur ágætur, þ.e. ef hægt er að komast á hringinn.  Spölurinn frá hesthúsahverfinu er nánast ónýtur.  Flest rennslisrörin standa ber.  En farið verður í viðgerðir í dag.  Þarf að keyra í þetta talsverðu efni.

Árshátíðarmótið tókst vel.  Mótanefndin er að standa sig mjög vel.  Léttur andi og skemmtilegt að vera með vinninga.

Árshátíðin var mjög vel heppnuð.  Maturinn einstaklega góður, jafnvel miðað við Hadda.  Hélt að hann gæti ekki toppað sjálfan sig.  Snjólaug uppistandari var svo fyndin að salurinn grenjaði af hlátri, annállinn var mjög góður og Hlynur Ben hélt uppi miklu stuði fram eftir nóttu.  Árshátíðarnefndin stóð sig vel og eiga þau þakki skildar.  Líklega ein besta árshátíð félagsins.

kv

HákonH