Hóstinn, hvað gerum við um helgina

Kæru félagar

Nú er að koma helgi og eru tveir viðburðir á vegum hestamannafélagsins, fjárborgarreiðin á laugardag og kirkjureiðin á sunnudag.  Og þá er spurningin, í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna veikinnar, hvort við eigum að hætta við þessa viðburði.

Í tilefni af þessu átti ég samtal við Gunnar héraðsdýralækninn okkar og var niðurstaðan úr því samtali að hætta ekki  við viðburðina að öllu óbreyttu, en brýna fyrir fólki að fara ekki á hestum sem sýna minnstu einkenni veikinnar, þ.e. hor eða merki um hortauma í nös, hósti, slappleiki, hiti eða einkenni um vanlíðan í reið. Hestar hafa mælst með hita þó önnur einkenni sjáist ekki, en auðvelt er að mæla hesta, hitastigið á að vera milli 37 og 38 gr, eða svipað og í okkur mannfólkinu.

Nánar...

Og enn meira um hóstann

Smitandi hósti í hrossum – stöðumat 4. maí

Sigríður Björnsdóttir dýralæknir smitsjúkdóma birti stöðumat á heimasíðu Landsambandsins í dag. Mjög þarfur og góður pistill (vinsamlega lesið til enda).

Nú eru 4 vikur liðnar frá því tilkynning barst um smitandi hósta í hrossum, nokkuð samtímis í Skagafirði og á Suðurlandi. Þá þegar var ljóst að veikin hafði búið um sig um nokkra hríð, 3-4 vikur hið minnsta og kannski miklu lengur.Þó ekki sé búið að greina orsökina hefur nokkur reynsla safnast um gang veikinnar og myndin skýrist dag frá degi.

Einkenni:

Greinilegasta einkennið er þurr hósti sem menn verða oft fyrst varir við í reið. Samtímis eða nokkru fyrr má í sumum tilfellum greina slappleika og nefrennsli, í einstaka tilfellum mæði. Þegar frá líður fá mörg hrossanna mikinn, graftarkenndan hor og hósta þá gjarnan mikið og frísa. Þau sem fara verst út úr sýkingunni fá hita. Einkennin vara í 2 – 4 vikur og lengur í einhverjum tilfellum.


Nánar...

Hóstinn

Hér er grein um "hóstann" af vef Matvælastofnunar

Smitandi hósti í hrossum dregur dilk á eftir sér

Tekið af vef Matvælastofnunar, www.mast.is
 
Smitandi hósti breiðist áfram út meðal hrossa sem haldin eru á húsi víða um land. Enn hefur ekki fundist hvað veldur en allt bendir til að um veirusýkingu sé að ræða sem magnast upp í þétt skipuðum hesthúsum. Í kuldatíð undanfarinna vikna hefur reynst erfitt að halda góðu lofti í húsunum án þess að slái að hrossum sem gengin eru úr hárum og má reikna með að það hafi haft sitt að segja. Búið er að útiloka allar alvarlegustu veirusýkingarnar sem þekktar eru og leggjast á öndunarfæri hrossa s.s. hestainflúensu, smitandi háls og lungnakvef/ fósturlát (herpes týpa 1) og Rhino-kvef. Unnið er áfram að greiningu bæði á Tilraunastöðinni á Keldum og á Dýralækningastofnun Svíþjóðar.

Nánar...

"Hóstinn"

"Hóstinn" hefur nú náð til okkar Harðarmanna og dreyfist hann hratt út á milli hesthúsa. Í gær var formannafundur hestamannafélagana á höfuðborgarsvæðinu og var málið rætt þar.  Ákveðið var að fá dýralækni til að skrifa greinargerð og ráðleggingar um meðferð sýktu dýranna sem birt verður hér á heimasíðunni um leið og hún er tilbúin.  Fákur hefur forgöngu um þetta.

Nánar...

Tiltektardagur

Kæru Harðarfélgar,

Nú er komið að hinum árlega tiltektardegi þar sem við stillum okkur saman og tökum til á félagssvæðinu okkar. Tiltektardagurinn verður á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22.apríl.   Það verða ruslagámar við reiðhöllina.  Við ætlum að vera fljót að þessu þar sem margir munu mæta, byrja kl. 10.00 þegar allir eru búnir að gefa og vera búin um hádegi, en þá verður boðið upp á pulsur og hamborgara.  Hestar og menn verða þá búnir að borða, samviskan hrein og allur dagurinn eftir til að leika sér.

Mæting er kl. 10.00 í reiðhöllinni.

Kveðja, umhverfisnefnd, hesthúseigendafélagið og stjórnin

Bikarkeppni hestamannafélagna

Mætum öll á  Bikarkeppni hestamannafélagna  í Reiðhöllinni í Víðidalnum í kvöld kl. 20.00.  Taka með sér trommur, hrossabresti, potta og pönnur og hvetjum okkar menn áfram til sigurs.

 

Við erum í 2 sæti í stigakeppninni, keppendur okkar eru Elías Þórhallsson, Leo Hauksson og Vilhjálmur  Þorgrímsson

Frábær vildarkjör - forsala aðgöngumiða á LM 2010 hafin

Linda Rún og ValurForsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní – 4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur  leiddur í gegnum ferlið skref fyrir skref.

Nánar...

Tilkynning frá Matvælastofnun

Sláturhúsum er óheimilt að taka við ómerktum hrossum eftir 1. apríl 2010

Reglugerð um einstaklingsmerkingar búfjár tók gildi árið 2005 þar sem m.a. er kveðið á um að skyltsé að skrá og einstaklingsmerkja öll hross eldri en 10 mánaða. Í byrjun voru hross fædd fyrir árið 2003 undanþegin merkingarskyldu en nú hefur sú undanþága verið felld úr gildi. Hross sem fædd eruárið 2008 og síðar skulu vera örmerkt en frostmerki eru viðurkennd í eldri hrossum, að því gefnu að þau séu læsileg. Á þeim 5 árum sem liðin eru frá gildistöku laganna hefur orðið afar jákvæð þróun í einstaklingsmerkingum hrossa en betur má ef duga skal.

Nánar...