Eldsvoði í hesthúsahverfinu

Það varð eldsvoði í hesthúsahverfinu í nótt og brann hálf hesthúsalengja.  Hetja dagsins er Gunni Vals, en honum tókst með snarræði og sinni alkunnu ósérhlífni að bjarga þeim hestum sem í húsinu voru með hjálp tveggja lögreglumanna, en hestar eru mjög viðkvæmir fyrir reyk og er þess skemmst að minnast þegar hestar dóu í öðrum bruna hér fyrir um 10 árum síðan.  Fjöldi Harðarmanna dreif að þegar fréttist af brunanum og hjálpuðust að við að rýma nærliggjandi hesthús sem reykjarmökkinn lagði yfir. Hestunum var komið fyrir í hesthúsum neðar í hverfinu.Þó mikil mildi sé að allir hestar og menn slyppu frá þessu lifandi má þó ekki vanmeta þau áhrif sem svona atburður hefur á eigendur hesthúsanna. 

Það er ömurlegt að horfa upp á jafn persónulega eign og hesthús er fuðra upp í eldi og þó að hægt sé að bæta eitthvað með nýju húsi þá hafa einnig glatast persónulegir munir sem aldrei verða bættir.Hugur okkar Harðarmanna er hjá þeim sem í þessu lentu, en þeir eru gamalkunnir Harðarfélagar og hluti af aðalstoðum félagsins.  Samstaða okkar Harðarmanna er löngu orðin landsþekkt,  við þjöppum okkur saman þegar á móti blæs og ég veit að við munum koma að þeirri uppbyggingu sem framundan er sem einn maður. 

Við vitum ekki enn hvernig kraftar hvers og eins nýtast best, en þegar við erum búin að ná áttum og vitum hvað þarf til, til að koma hestum í þessi hús fyrir jól,  þá munum við hvert og eitt leggja okkar af mörkum til að það megi takast.

Kveðja, Guðjón formaður

Hestapestin nýjustu upplýsingar

  Nú má lesa nýjustu fréttir og leiðbeiningar um hrossapestina á vefnum  www.mast.is  Þar kemur fram að pestin stafar af bakteríusýkingu (Streptococcus Zooepidemicus)  Þarna er einnig að finna leiðbeiningar um sóttvarnir, en ljóst er að þessi sýking er sennilega komin til að vera í íslenska hrossastofninum og er óttast að nýr faraldur breiðist út í haust eða þegar tekið verður inn.  Ráðleggingar um sóttvarnir eru eflaust ágætar, en ekki get ég séð hvernig á að útfæra þær í praksís.  Það er til dæmis lagt til að veik hross séu hýst í öðrum húsum en frísk, en við eigum jú flest aðeins eitt hesthús og þá er spurningin, þarf að byggja sjúkrahús???  Aðrar ráðleggingar eru raunhæfari, td. að moka út úr húsum og sótthreinsa þau vel áður en tekið er inn í vetur.  Það er tiltölulega einföld aðgerð að sótthreinsa með venjulegum úðabrúsa og sótthreinsidufti sem blandað er í vatn.  Stjórn Harðar mun funda um málið á næstunni og koma með tillögur og tilmæli í framhaldi af því.

Kveðja, Guðjón formaður

 

 

 

Hestum sleppt, farið varlega

Nú fer að líða að því að hestum verður sleppt og eins og áður hefur komið fram þá höfum við fengið leifi bæjaryfirvalda til að sleppa fyrr í ár.  Það er þó varasamt að "henda hestum út" eftirlitslaust sem hafa verið veikir. Dæmi eru um það að hestum sem hefur verið sleppt þegar kalt hefur verið í veðri, hafi slegið heiftarlega niður og hefur þurft að taka þá inn aftur og setja í hendur dýralæknum.

Fylgist því vel með hestunum eftir að þeim hefur verið sleppt, breiðið yfir þá eða takið aftur á hús ef mikil vosbúð er eða ef merki sjást um veikindi.

Formannafundur hjá LH

Kæru félagar

Í gær var haldinn formannafundur allra hestamannafélaga landsins hjá LH.  Markmið fundarins var að kortleggja hvernig staðan á hestapestinni er á landsmælihvarða með tilliti til þess hvort, og þá með hvaða hætti ætti að halda landsmót í ár.  Niðurstaðan virðist vera að pestin er útbreydd um nánast allt land.  Þau fáu svæði sem ekki voru sýkt eru að byrja ferlið núna.  Lögð voru fram gögn sem sýndu að ferli pestarinnar er frá 7 til 10 vikur.  Það ber þó að taka með varúð þar sem rétt liðlega 10 vikur eru liðnar frá því að veikin greindist og því getur enginn í reynd vitað hvernig framhaldið verður.

Í lok fundarins voru lagðar fram tvær ályktanir sem báðar voru samþykktar einróma.  Fyrri ályktunin gekk út á að að LH hefði velferð hestsins í fyrsta sæti þegar ákvörðun um landsmót væri endanlega tekin, hin var áskorun til yfirvalda um að þau beittu sér fyrir því að komast að þvi hvernig þetta smit hefði borist til landsins og að framkvæmd sóttvarna verði stórbætt.

Ákvörðun um það hvort landsmót verði haldið í ár verður tekin á mánudaginn. Miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum þá er ég á þeirri skoðun, þó hart sé, að ekki sé verjandi að halda landsmóti í ár.

Kveðja, Guðjón

Kynjareið - rútuferð

Þar sem aðstæður eru þannig þessa dagana að ekki eru allir ríðandi höfum við ákveðið að bjóða félagsmönnum upp rútuferð í grillið( og til baka ).  Við vonum að sem flestir mæti og láti ekki leiðindi pestarinnar hafa áhrif á félagsandann.  Lagt verður af stað frá naflanum kl. 14.30 eða rétt á eftir þeim sem fara ríðandi.  Rútuferðin kostar ekkert aukalega fyrir félagsmenn.

Beitarmál

Nú er sá tími árs sem beitarnefnd félagsins fer yfir beitarmálin og úthlutar beit á þeim beitarstykkjum sem hestamannafélagið hefur til umráða til félagsmanna.  Reglurnar eru þannig að beit er úthlutað til eins árs í senn, það hefur þó verið vinnuregla til langs tíma að reyna að leigja sömu einstaklingum sömu beitarstykkin frá ári til árs. Þannig hefur fólk getað komið sér fyrir, lagað, sett upp girðingar og gengið að því frá ári til árs. 

Þegar fólk hefur af einhverjum sökum þurft að fara af stykkjunum, (hætta í hestamennsku, flytja úr bæjarfélaginu, stykkið tekið undir byggingar eða annað) hefur hestamannafélagið séð til þess að þær fjárfestingar sem fólk hefur lagt í séu keyptar upp að frádregnum eðlilegum afskriftum.  Það er því ekki um neinn hefðarrétt, áunninn eignarrétt eða erfðarrétt að ræða.  Um þetta fyrirkomulag hefur verið tiltölulega góð sátt í gegnum tíðina.  Það er þó ljóst að

Nánar...

Sleppingum flýtt

Kæru félgar,

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í hesthúsahverfinu hefur okkur tekist að fá leifi bæjaryfirvalda til að sleppa fyrr á stykkin í ár.  Það er þó háð því skilyrði að beitarstykkin séu tilbúin til beitar.  Það verður metið af beitarnefnd og bæjarstarfsmönnum í sameiningu stykki fyrir stykki.  Stefnt er að því að byrja að sleppa um mánaðarmótin, eða hálfum mánuði fyrr en venjulega.  Vinsamlegast fylgist með frekari tímasetningum á netinu eða snúið ykkur til beitarnefndar varðandi ykkar tiltekna stykki.

Kveðja Guðjón

Kvefpestin - opin fræðslufundur

Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á opinn fræðslufund um kvefpestina sem geisar í hrossastofninum þessa dagana. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma mun halda erindi og svara fyrirspurnum um veikina. Vilhjálmur Svanson, dýralæknir á Keldum mun sennilega koma og fræða okkur um greiningar ofl.  á veikinni. 

Staður: Reiðhöllin í Víðidal  Tími: Fimmtudaginn 20. maí kl. 20.30  Frítt inn og allir velkomnir – veitingar seldar á staðnum. 

Andvari, Fákur, Gustur, Hörður, Sóti og Sörli

Kirkjureið og Kirkjukaffi

Kæru félagsmenn,

Þó hósti og nefrennsli herji á okkur þessa dagana þá kvetjum við alla til að mæta í Mosfellskirkju í hátíðarmessu á morgun sunnudag kl. 14.00.  Þetta verður sérstaklega hátíðlegt í ár þar sem einn efnilegasti yngri knapinn okkar, hún Súsanna Katarína verður fermd í messunni.   Þeir sem ekki eru ríðandi í bili mæta bara á bílnum í messuna og svo í kaffið í Harðarbóli á eftir.  Veitingar eru í boði stjórnar, kvennadeildar Harðar og Gumma og Súsönnu foreldra fermingarbarnsins. 

Nánar...