Reiðhöllin - aðgangsreglur

Af gefnu tilefni viljum við leiðrétta þann misskilning sem virðist í gangi að nóg sé að hafa einn reiðhallarlykil hangandi í hesthúsinu sem allir geta notað.  Ef þetta væri svona þyrfti hver lykill að kosta 50.000.- krónur til að dæmið gengi upp í stað 4.000.- króna í dag.  Reglurnar eru því þessar:  Til að fara inn í reiðhöllina með hest þarft þú að stimpla þig inn með lykli sem er skráður á þína kennitölu.  Hurðin opnast þá sjálfkrafa.  Ef hurðin er opin þarft þú engu að síður að stimpla þig inn. Þú mátt ekki ganga inn með öðrum nema að stimpla þig inn.  Þetta er mjög mikilvægt til að við getum fylgst með og fáum marktæka mælingu á notkun reiðhallarinnar. Lykklar kosta 4.000.- kr. og fást hjá Guðmundi Björgvinssyni  (Gummi B, Makkerinn) sími  856 5505.  Hann er yfirleitt við í reiðhöllinni eftir kl. 17.00 á daginn.Þetta er reiðhöll okkar Harðarmanna og við gerum þá kröfu á okkur sjálf að við göngum vel og heiðarlega um hana.  Ef lykill er lánaður eða misnotaður á annan hátt verður honum lokað án frekari viðvörunar.  Við minnum á að reiðhöllin er vöktuð með öryggismyndavélum.

Reiðhallarnefnd