Æfingamót keppnisnámskeiðs

hildur kristín 6Æfingamót verður fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru á keppnisnámskeiði verður nk. mánudag þann 20.04. kl.17.00.

Keppt verður í fjórgangi, tölti og fimmgang.

Tveir keppendur inná í einu, riðið eftir þul, gefin einkunn og tekið á videó, farið yfir á þriðjudagskvöldið.

Ráslisti kemur um helgina, ef spurningar vakna varðandi mótið, hafið þá samband við okkur, Súsanna 8983808 og Reynir Örn 6919050.

Páskaratleikurinn tókst vel

Páskaratleikurinn var haldinn sl. laugardag og fór fram úr björtustu vonum. Samtals tóku um 20 krakkar þátt í leiknum og voru allir hæstánægðir með daginn.

Leikurinn er liðakeppni og skiptist í yngri og eldri hópa. Margir voru búnir að undirbúa sig mjög vel og völdu hesta sína af kostgæfni með tilliti til verkefnisins.

Nánar...

Framtíðarknapar útskrifaðir

FramhaldsnámskeiðFramtíðarknapar okkar hafa nú lokið bæði byrjenda- og framhaldsnámskeiðinu sem krakkarnir hafa tekið þátt í, í vetur.

Af því tilefni fóru krakkarnir í reiðtúr með kennara og nokkrum foreldrum í síðasta tímanum. Afhend voru viðurkenningarskjöl sl. föstudag og borðað saman í Harðarbóli. Skoðaðar voru myndir sem teknar voru á námskeiðunum. Hægt er að skoða myndirnar á eftirfarandi slóðum:

Nánar...

Afhending viðurkenningarskjala

Framhaldsnámskeið Mars 2009Lokatími framhaldsnámskeiðsins verður föstudaginn 3.apríl og lokatími byrjendanámskeiðsins verður sunnudaginn 5.apríl.

Að því tilefni verða afhent viðurkenningarskjöl í Harðarbóli föstudaginn 3.apríl kl. 19.30. Í boði verða hamborgarar sem Gummi Makker ætlar að reiða fram og svo skoðum við myndir sem teknar voru á námskeiðinu.

Æskulýðsnefnd 

 

Vantar sjálfboðaliða

Nú er tíminn fyrir fjölskylduna að njóta tímans saman. Okkur vantar sjálfboðaliða dsc00872(foreldra, afa, ömmur og aðra fylgifiska) til að starfa í um það bil 2-3 klst þann 4. apríl í páska-ratleiknum við ýmis störf. Eflum liðs- og fjölskylduandann og takið þátt í þessum skemmtilega leik með því að hjálpa okkur. Sendið tölvupóst til Gyðu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Páska-Ratleikur á hestum

Þar sem vorið nálgast sem og páskarnir, verður haldinn þann 4. apríl nk. kl. 13.00, Páska-Ratleikur á hestum. Þetta er liðakeppni og í hverju liði eru 3 keppendur. Keppnin skiptist í yngri og eldri hópa sem keppa sín á milli og munu ríða mismunandi leiðir.  Í upphafi keppni fá liðin kort sem sýnir hvert þeir eigi að ríða til að leysa fyrstu þraut. Þegar þrautin er leyst þá fær liðið nýtt kort sem sýnir hvert þau ríða næst og svo koll af kolli.   Ekki er keppt í tímatöku í heildarkeppninni en það á að ríða skynsamlega á milli þrauta. Refsistig er gefið ef einn eða fleiri úr hópnum er skilinn eftir. Í öllum þrautum reynir á samvinnu, skipulagningu, prúðleika, hjálpsemi og svo náttúrulega aga, nákvæmni og hraða.

Nánar...

Keppnisnámskeið-skoðun upptöku

hildur kristín 6

Síðastliðinn mánudag og þriðjudag var tekið var upp á video æfing á velli, af nemendum sem eru á keppnisnámskeiði barna, unglinga og ungmenna. Á sunnudaginn nk. 22. mars eiga allir nemendur að mæta í félagsheimilinu kl. 18.00, til að skoða upptökuna og meta hvað hægt er að gera betur. Boðið verður upp á pizzur. 

 Æskulýðsnefndin