Hvernig náum við meiri árangri

Hvernig náum við meiri árangri? Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossarækt föstudaginn 6. september kl. 13:00 – 18:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Dagskrá samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins en síðan taka við opnar umræður og hópavinna með þátttöku málþingsgesta.

 

Þingforseti - Ágúst Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ).

    Inngangserindi

    Guðlaugur V. Antonsson, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (Rml).

    Dómkerfið /Ræktunarmarkmið ofl.

    Víkingur Gunnarsson, Hólum í Hjaltadal.

    Framkvæmd dóma /Menntun dómara ofl.

    Þorvaldur Kristjánsson, LbhÍ.

    Hlutverk kynbótadóma – Kynbótamat ofl.

    Elsa Albertsdóttir, LbhÍ.

    Allt áhugafólk um kynbætur íslenska hestsins hvatt til að mæta og taka þátt.

    Kaffiveitingar brjóta upp dagskrá.  Þátttökugjald: 1000 kr – Greitt á staðnum.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram hjá Endurmenntun LbhÍ – www.lbhi.is/namskeid eða í síma 433 5000 og netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. – fram þar að koma fullt nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Hægt er að kaupa hádegisverð í matstofu LbhÍ áður en þingið hefst en nauðsynlegt er að taka það fram við skráningu ef óskað er eftir slíku.

Með kveðju,

Áskell Þórisson,

Landbúnaðarháskóla Íslands,

Hvanneyri