Tunguvegur, Skeiðholt - Kvíslartunga

Framkvæmdir eru að hefjast við Tunguveg í Mosfellsbæ. Verktaki er Ístak ehf og munu þeir setja upp vinnuaðstöðu neðan Kvíslartungu. Áætlað er að jarðvinna byrji frá Kvíslartungu og verður því vörubílaumferð um svæðið. Framkvæmdin fellst í eftirfarandi: Verkið felst í því að leggja nýjan Tunguveg frá Skeiðholti að Kvíslartungu alls um 1.0 km. Tunguvegur verður 7 m breiður með 6 m breiða akbraut, en samhliða honum á að leggja 3 m breiðan hjóla og göngustíg meirihluta leiðarinnar. Undir Skeiðholtið á að byggja 4 m breið undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð. Á gatnamótum Skeiðholts, Skólabrautar og Tunguvegar á að gera hringtorg sem liggur nokkru hærra en núverandi gatnamót. Það þarf því að aðlaga Skeiðholt og Skólabraut að hringtorginu. Á Varmá á að byggja 10 m langa brú og á Köldukvísl á að byggja 16 m langa brú. Undir brúnum er gert ráð fyrir reiðstíg. Gert er ráð fyrir að heildarverklok framkvæmdarinnar verði 1. Júlí 2014 en brúarsmíði og jarðvinna við Tunguveg verði lokið um áramót 2013/2014 f.h Mosfellsbæjar f.h Ístaks Þorsteinn Sigvaldason Björn Ástmarsson Gsm 6936703 Gsm 8402786