SLEPPINGU HROSSA SLEGIÐ Á FREST!!!

Sleppingu hrossa slegið á frest!
Vegna lítillar sprettu í flest öllum beitarhólfum sem félagið úthlutar hefur dýragæslumaður Mosfellsbæjar ákveðið að sleppingu hrossa verði frestað um óákveðinn tíma. Í nokkrum tilvikum er ekki þörf á slikri frestun og verður haft samband við alla þá aðila sem mega sleppa hrossum um helgina. 
Þannig að þótt fólk sjái hross komin í sum beitarhólfin þýðir það ekki að öllum sé leyfilegt að sleppa sínum hrossum.
Eru viðkomandi félagsmenn vinsamlegast beðnir um að virða þessa ráðstöfun í hvívetna.

Dýragæslumaður         Beitarnefnd Harðar