Helgarnámskeið með Magnúsi Lárussyni

Helgina 16. - 17. apríl býður fræðslunefnd Harðar upp á reiðnámskeið með reiðkennaranum Magnúsi Lárussyni. Kennt verður frá 9.00-17.00 báða dagana og samanstendur námskeiðið af fyrirlestrum og reiðtímum. Kennt verður í reiðhöll Harðar og í Harðarbóli. Skipt verður í 3 hópa með 4 nemendum í hverjum hópi. Verð fer eftir þátttöku og verður á bilinu 11.500.- til 15.000.- Námskeiðið er ætlað Harðarfélögum og nýjum félögum er tekið fagnandi!

Kennslan er einstaklingsmiðuð. Skráning með fullu nafni og síma er hjá Lilju, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 899-8816. Við skráningu fá nemendur reikningsnúmer til að leggja inn á greiðslu. Ath. Greiðsla er staðfesting á plássi á námskeiðinu og þarf að hafa borist eigi síðar en 7. apríl. Eftir það verður fólki á biðlista boðið plássið.

 Magnús er fyrrum verkefnastjóri í Hrossarækt á Bændaskólanum á Hólum . Hann lauk meistaranámi í Bandaríkjunum í yfirgripsmiklu námi á hestasviðinu sem spannaði m.a. eðli, skynjun, nám, líkamsjálfun og líkamsbeitingu hesta. Hann hefur kennt reiðmennsku, tamningar og hrossarækt víðsvegar í Norður Ameríku og Evrópu. Hann er fyrrum lektor í hrossafræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og er faglegur ábyrgðarmaður nýstofnaðrar hestabrautar við Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann er jafnframt kennari við skólann ásamt því að vera sjálfur hrossabóndi sem sinnir tamningum, þjálfun hrossa, ræktun og kennslu.