• image1
  • image001
  • YG8A2829
  • 2K3P2468
  • YG8A5161
  • 2K3P1959
  • 2K3P1031
  • YG8A9345
  • 1150x250-2
  • 1150x250-1
Þessi frétt var á www.mosfellsfrettir.is 16.desember Nokkur urgur er í hestamönnum vegna þrettándabrennunar en hún er staðsett aðeins nokkur hundruð metra frá hesthúsahverfinu. Eins og menn þekkja þá hefur þrettándabrennan verið þarna um margra ára skeið, en hin seinni ár hefur hávaðinn og drunurnar af annars stórglæsilegri flugeldasýningu færst í aukana svo og hitt að hestamenn eru farnir að taka hestana almennt fyrr inn eða fyrir jól,en hér á árum áður voru hestar oft ekki teknir á hús fyrr en eftir miðjan janúar. Þá hafa hestamenn bent á að óþarfi sé að staðsetja brennuna svo nálægt hesthúsunum og benda á að bærinn hafi úr mörgum öðrum góðum stöðum að velja jafnframt benda þeir á að út frá dýraverndarsjónarmiðum sé það fráleitt að leggja þennan hávaða á dýrin en sýningar/tívolí bomburnar sem sprengdar eru rétt við húsin séu með margföldum styrk. Flugeldasýningar hjá Kyndli á þrettándanum hafa verið glæsilegar og þrettándabrennan verið skemmtilegur viðburður í bæjarlífinu og því nauðsynlegt að finna þessum viðburði góðan framtíðarstað í sátt við sem flesta, mannfólk og ferfætlinga.