Framhaldsaðalfundur 2007

Hestamannafélagið Hörður

Framhaldsaðalfundur 5. desember. 2007 kl. 20.00

Fundur

Fundarstaður: Harðarból Fundur hófst kl. 20:15

Dagskrá: 1. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2006 2. Ársreikningar hesthúseigendadeildar félagsins Mættir voru 17 manns. Fundarstjóri var kjörinn Rafn Jónsson og ritari Ólöf Guðmundsdóttir.

1. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2006.

Guðný Ívarsdóttir, gjaldkeri skýrir ársreikning félagsins. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði var 1,489,479, hagnaður ársins var 1,549,339. Eigið fé var 33.797,206. ÓG spurði fyrir um greiðslur v/kennslu sem voru engar árið 2005. GÍ útskýrði að aukinn kostnaður var vegna öflugri kennslu til barna og unglinga 2006. Birgir Hólm spurði um Lottótekjur og hvort félagatalið væri rétt, hvort ekki sæti inni börn sem komið höfðu einu sinni á námskeið, stjórn fer yfir félagatalið. LeifurKr. lýsti óánægju sinni með reikninga, sundurliðanir og skýringar höfðu verið rangar á fyrri aðalfundi, en nú væri reikningurinn eðlilega uppsettir. Hann útskýrði einnig að mannvirki væri metinn á fasteignamati, vallarsvæði væri afskrifað um 6% og vísar á stjórn Harðar að taka ákvörðun um afskriftir, hann taldi að þessar afskriftir væru of lágar. Sigurður Guðmundsson útskýrir aðkomu sína að ársreikningagerðinni og útskýrir hækkun á útistandandi kröfum en þar sé um að ræða félagsgjöld. GM útskýrir afhverju reiðvegafé er ekkert á árinu 2006, en nú eru allir reiknngar samþykktir af félaginu en greiddir beint úr bæjasjóði.

2. Ársreikningar hesthúseigendadeildar félagsins

Birgir Hólm fer yfir störf stjórnar og leggur fram reikning deildarinnar. Umræða um hækkun félagsgjalda synjað á þeim forsendum að félagið á talsvert í sjóði. Umræða um geymslu fyrir rúllur og bílastæðamál.

3. Önnur mál er tengjast hestamannafélaginu og hesthúseigendadeild félagsins.

GM fer yfir stöðu mála hjá félaginu.

1. Hitaveitumál, búið er að semja við verktaka um að leggja hitaveitu í hesthúsahverfið. Við báðum um að verktíminn yrði frá og með 15.júní 2008 og lyki fyrir desember sama ár. Við heimilum þó að verktakinn byrji að vinna við uppsetningu tengikassa og fleira smálegt svo framarlega sem það valdi ekki ónæði í hverfinu.

2. Heysala á svæðinu er orðin nauðsynlegt þar sem lögum um breytt fyrirkomulag á hlöðum hafa tekið gildi, en nú er ekki nauðsynlegt að koma fyrir heyi til alls ársins í hesthúsin. Nokkuð er farið að bera á því að menn geyma rúllur utan við húsin, en það er algjörlega bannað skv. umgengnisreglum á félagssvæðinu sem bæjarfélagið hefur sett ásamt hesthúseigendadeildinni. Við þurfum því að koma fyrir svæði fyrir heysölu einhverstaðar og semja við einstakling eða fyrirtæki um rekstur hennar. Bent var á að ef menn vilja geyma sitt eigið hey, þá er hægt að semja um það við t.d. Hrísbrúarbændur.

3. Stórbæta þarf umgengnina í hverfinu og er vinna við það hafin, hesthúseigendadeildin er að láta bera í neðra kerrustæðið og við munum kynna aukna áherslu á almennan þrifnað í hverfinu. Það eru í gildi samþykktir sem okkur ber að fara eftir.

4. Við höfum samið við bæinn um að sjá sjálf um snjómokstur á flugvallarhring og leiðinni vestur með sjó. Við köllum sjálf til snjómoksturstækin þegar þurfa þykir og lendum því ekki lengur aftast í biðröðinni.

5. Stefnt er að því að ljúka við lagningu reiðleiðarinnar framhjá reiðhöllinni sem allra fyrst og jafna út svæðið norðan við reiðveginn.

6. Reiðhöllin hefur lent í miklum töfum þar sem hönnunarvinnu hefur seinkað mikið. Við getum lítið gert í málinu þar sem hönnunarvinnan var boðin út í heildarpakkanum og er því á hendi verktakans. Þetta er einnig mjög bagalegt fyrir verktakann sem er allur af vilja gerður að flýta verkinu eins og nokkur kostur er. Marteinn Magnússon spyr um stöðu á væntanlegri tengibraut frá Leirvogstungu að Skólabraut. MM leggur fram „tillögu að orðsendingu til stjórnar“ sem er svohljóðandi: „ fundarmenn skora á stjórn Harðar að halda almennan félagsfund um tengibrautina út í Leirvogstungu“. Athugasemdir frá fundastjóra um að aðalfundi væri lokið en félgsmenn á fundi mæla með að stjórn framfylgi orðsendingunni.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21.45.