Ársskýrsla 2005

Starfsskýrsla stjórnar hestamannafélagsinns Harðar árið 2005

Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum:




Marteinn Hjaltested, formaður,

Guðjón Magnússon, ritari
Guðmundur Björgvinsson, varaformaður
Gunnar Engilbertsson, gjaldkeri
Halldór Guðjónsson, meðstjórnandi
Kolbrún Haraldsdóttir, meðstjórnandi
Páll Viktorsson, meðstjórnandi

Varamenn:
Konráð Adolphsson
Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Sigurður Teitsson



Helstu störf stjórnar á árinu

Þó ekki hafi verið landsmót eða landsþing á árinu var árið samt annasamt, haldin voru reiðnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna, mótastarfið var í mikklum blóma og fræðslufundir voru haldnir á laugardagsmorgnum sem er nýjung sem mælist vel fyrir. Fastir liðir eins og reið í Fák og Gust voru á sýnum stað auk þess sem við tókum vel á móti félögum okkar þegar þeir komu í heimsókn.

Gott samstarf hefur verið við bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gildir þá einu hvort um stjórnar- eða stjórnarandstöðu var að ræða, en við teljum okkur vera að merkja að aukinn skilningur er á íþróttinni á meðal bæjarfulltrúa, enda höfum við verið ötul við að kynna þær breytingar sem hestaíþróttin er að ganga í gegnum með aukinni þáttöku barna, unglinga og ungmenna. Við höfum einnig vakið athygli á að hestamennskan er mesta fjölskyldusport Íslendinga, en hestamannafélagið Hörður er næst stærsta hestamannafélag landsinns.

Fjölmörg metnaðarfull mót voru haldin á árinu undir stjórn mótanefndar, bæði innanfélagsmót og opin mót. Félagið styrkti félagsmanninn Sigurð Straum Pálsson til utanferðar á heimsmeistaramót þegar ljóst var að hann komst inn í landsliðið. Siggi gerði það gott og á nú Íslandsmetið í skeiði og hélt á heimsmetinu í nokkrar mínútur eða þar til annar knapi gerði aðeins betur, frábært hjá okkar manni!
Kvennadeildin hélt hið árlega Langbrókarmót sem tókst með afbrigðum vel, en þáttakan eykst með hverju árinu sem líður. Sá frjálslegi andi sem þar ríkir virðist vera gótt mótvægi við alvarleika hins hefðbundna mótahalds.

Nú líður senn að því að göturnar í neðra hverfinu verði lagfærðar, en það mál er nú loksins í höfn eftir margra ára þrísting. Bærinn stefnir að því að vinnu við göturnar verði lokið áður en fjöldinn tekur inn í lok desember.

Framkvæmdir á Blikastaðanesi eiga eftir að setja svip á reiðleiðina um Blikastaði til Reykjavíkur næstu árin. Þar mun verða, og er nú þegar hafinn, námugröftur með tilheyrandi vélum og sprengingum. Við höfum, í samstarfi við bæjarstjórnina, reynt að milda þessar aðgerðir eins og hægt er gagnvart okkur hestamönnum, en við munum kynna þær öryggis og umgengnisreglur sem gilda um ríðandi umferð um nesið í næsta fréttabréfi. Þar er um að ræða takmarkanir á vinnutíma í námunum, viðvörunarskilti, mönnuð viðvörun fyrir sprengingar ofl.

Barna og unglingastarfið var fjölbreytt á síðasta ári og fjöldi barna lauk reiðnámskeiðum hjá Sigrúnu eftir knapamerkjakerfinu, auk þess að Oddrún og Friðdóra stýrðu keppnisnámskeiðum.

Reiðvegamálin þokuðust áfram, en kynnt var áherslubreyting stjórnar og reiðveganefndar fyrir bæjarstjórninni. Fram að þessu hefur verið lögð áhersla á að ná sem lengstum leiðum fyrir þann pening sem til ráðstöfunar er á hverju ári, en nú langar okkur til að fara smám saman að bæta yfirborð reiðveganna í líkingu við það sem er í Hafnarfirði.

Reiðhallarmálin eru með stærstu sigrum ársinns, en nú er búið að samþykkja deiliskipulag fyrir stóra reiðhöll á svæðinu, við eigum því byggingareit fyrir reiðhöll, og það sem meira er, vilyrði fyrir fjármögnun virðist ætla að liggja fyrir.

Félagsbjaldið er óbreytt frá því sem verið hefur undanfarin ár, 7.500.- krónur á ári (eða 625.- krónur á mánuði) fyrir fullorðna og 3000.- krónur fyrir unglinga, frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auk þess er boðið upp á hjónagjald sem er 10.000.- krónur fyrir hjónin og fjölskyldugjald sem er 15.000.- krónur fyrir fjölskyldu og öll börn undir 16 ára aldri.
Þrátt fyrir að árgjaldið sé hóflegt á miðað við árgjöld í öðrum íþróttagreinum er innheimta félagsgjalda vandamál hjá félaginu, en aðeins innheimtist liðlega helmingur þeirra árlega. Erfitt er að taka á þessu máli þar sem ekki má þvinga neinn til að vera í félagi, en spurning er hvort ekki sé hægt að höfða betur til samkenndarinnar í þessu máli.

Íþróttavellirnir þarfnast viðhalds, en bæjarstjórnin veitti okkur 1,5 millj. kr skyndistyrk til lágmarks lagfæringa á árinu, en við biðluðum til þeirra um hjálp þegar sýnt þótti að vellirnir yrðu ekki nothæfir að vori.

Enn hefur ekkert áunnist í hitaveitumálum, en það mun verða eitt af baráttumálum næsta árs.

Þolreið í Laxnes var endurvakin af Póra í Laxnesi, en hann hefur metnaðarfullar væntingar til keppninnar á næstu árum og vill að Hörður komi að skipulagningu og framkvæmd keppninnar í framtíðinni. Ungmenni á vegum Harðar aðstoðuðu við keppnina í ár, en vonast er til að hún geti orðið liður í fjáröflun þeirra þegar fram líður.






Skýrsla fræðslunefndar

Í fræðslunefnd árið 2005 störfuðu Þorvarður Friðbjörnsson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Guðjón Magnússon og Margrét Dögg Halldórsdóttir.
Starfið var með nokkuð breyttu sniði frá fyrri árum. Haldnir voru fræðslufundir á laugardagsmorgnum nokkuð reglulega og voru flestir vel sóttir. Helst fór aðsókn að dvína er leið á vorið. Boðið var upp á morgunverð með fyrirlestrunum gegn vægu gjaldi og mæltist vel fyrir.
Reiðnámskeið voru þrjú:
Reiðnámskeið fyrir fullorðna hjá Sölva Sigurðarsyni Reiðnámskeið hjá Friðdóru Friðriksdóttur undir nafninu “Betri árangur með bættri reiðmennsku” og reiðnámskeið fyrir konur hjá Oddrúnu Ýr Sigurðardóttur. Þátttaka á öll námskeiðin var mjög góð en verð þeirra var 10.000,- fyrir skuldlausa félagsmenn og 18.000 fyrir aðra


Starfsskýrsla Beitar- og umhverfisnefndar

Beitar- og umhverfisnefnd var skipuð eftirtöldum aðilum:

Valdimar Kristinsson
Þorvaldur Kristjánsson
Guðmundur Magnússon
Þórhildur Þórhallsdóttir



Starfsemi Beitar- og umhverfisnefndar var með svipuðu sniði á árinu og verið hefur frá því nefndinni var komið á laggirnar. Umsjón með útleigu beitarhólfa í landi Mosfellsbæjar, uppgræðsla í Sogum og úttekt á beitarhólfum á haustdögum. Þá var haldinn umhverfisdagur á uppstigningardegi eins venja er komin á.

Útleiga beitarhólfa
Útleiga beitarhólfa var með nokkuð svipuðu sniði og árið á undan. Ekki hefur gengið nógu vel að fá þau nýju hólf inn í kerfið sem til stóð að félagið átti að fá en líklegt er þó að þar verði breyting á á næsta ári.
Mikilvægt er að nefndarmenn og félagsmenn almennt líti vel í kringum sig í því augnamiði að sjá góðar “matarholur” og góðum stöðum sem hugsanlega mætti nýta til beitar.

Úttekt beitarhólfa
Þann 8, september sl. Mætti Björn Barkarson frá Landgræðslunni og skoðaði beitarhólfin ásamt dýragæslumanni Mosfellsbæjar Hauki Níelssyni og formanni Beitar- og umhverfismanni. Útkoman var nokkuð góð eða vel viðunandi. Eins og ávallt fyrr var viðskilnaður yfirleitt mjög góður. Í nokkrum tilfellum er þó um að ræða svæðisbundna ofbeit sem eins og áður má rekja til rangrar beitarstýringar og er greinilegt að þörf er á frekari uppfræðslu því greinilega vantar herslumuninn á að allir hafi tilfinningu fyrir því hvað er hófleg nýting og hvernig eigi að stjórna beit. Þótt ekki sé um alvarleg tilfelli að ræða er ljóst að bragarbótar er þörf. Sér í lagi þarf að skapa betri skilning á í hvaða ástandi þarf að skila hólfunum að lokinni beit og hvernig beri að ná því markmiði. Ánægjulegt er hversu margir eru farnir að tileinka sér rand- og/eða hólfabeit sem eykur mjög afköst og nýtingu á einstökum hólfum auk þess sem slíkar aðferðir tempra mjög óæskilega holdsöfnun hrossanna yfir há sumarið.

Uppgræðsla
Áframhald hefur verið á flutningi hænsna- og hrossaskíts á uppgræðsluland í Sogum gegnt Stardal í sumar og haust. Búið er nú að loka svæðinu þar sem í ljós kom sem vænta mátti að einhverjir væru farnir að flytja þangað ýmiskonar rusl og drasl sem á þar engan veginn heima. Má þart nefna heyrúllur og bagga sem skilið var eftir í plastinu sem nú er búið að fjarlægja. Er í ráði að þrífa svæðið enn betur og verður því væntanlega lokið þegar aðalfundur félagsins verður haldinn. Næst á dagskrá þar á eftir er svo að dreifa þeim skít sem fluttur hefur verið á svæðið. Að því loknu blasir við að hefja þarf vegagerð ef nota á þetta svæði til losunar á hrossataði til framtíðar. Benda má á að nú kostar 8000 krónur að losa fullan vörubíl í Álfsnesi.Hugmyndir eru á lofti um að greitt verði fyrir aðgang að losunarsvæðinu á Langahrygg sem melurinn kallast. Verði þeim fjármunum svo varið til vegagerðar og dreifingar á taðinu. Áður en hafist verður handa um vegagerð og raunar framhald á uppgræðslu þarf að liggja fyrir samningur milli Mosfellsbæjar um afnot Harðar að svæðinu

f.h. Beitar- og umhverfisnefndar
Valdimar Kristinsson



Skýrsla Æskulýðsnefndar

Beitar- og umhverfisnefnd var skipuð eftirtöldum aðilum:
Guðrún Ólöf Jónsdóttir, Maríanna Eiríksson, Elín Bergsdóttir, Anna B Jónsdóttir, Valgerður J Þorbjörnsdóttir, Vera Roth, Helga H Þorleifsdóttir og Kolbrún Haraldsdóttir
Foreldrafundur. Þann 19. janúar hófst starfið sl. vetur með fundi þar sem börnum og foreldrum þeirra var kynnt vetrarstarfið. Skráning hófst á reiðnámskeið fyrir fyrri hluta vetrarins og heiðruðum við 3 einstaklinga í 3 flokkum, barna, unglinga og ungmenni fyrir góðan árangur á sl ári.
Námskeiðin hófust í byrjun febrúar, Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari kenndi líkt og undanfarin ár, og voru 4 hópar á þriðjudögum og 4 hópar á fimmtudögum alls 46 börn og unglingar. Einnig var boðið upp á sérstakt keppnisnámskeið sem reiðkennararnir Friðdóra Friðriksdóttir og Oddrún Ýr Sigurðardóttir sáu um. Á því námskeiði voru 20 börn og unglingar í 5 hópum.
Námskeiðin voru niðurgreidd af styrktarfé sem Mosfellsbær lætur æskulýðsstarfinu í té. Auk þess greiðir Mosfellsbær leigu á húsnæði fyrir kennsluna í Hestamiðstöðinni Hindisvík.
Eftir páska hófust síðan seinni námskeiðin og skáðu sig 40 börn hjá Sigrúnu Sigurðardóttur, þau yngstu á 6. aldursári.
Knapamerkjanámskeið var haldið á sama tíma og voru 20 börn og unglingar sem skráðu sig. Af þeim 20 voru 18 sem luku 1. stigi ( Græna knapamerkið) , 5 luku við 2, stigið ( appelsínugula knapamerkið) Af þeim voru 3 sem tóku bæði stigin. Þannig að nóg var að gera hjá Harðarbörnunum í vor.
Glöð og ánægð börn við afhendingu viðurkenningarskjala sinna í Knapamerkjakerfinu.
Fræðslufundur. Æskulýðsnefndin sá um fræðslufund, var Sölvi Sigurðarson fenginn til að fræða börnin og unglingana um fóðrun og heilbrigði hesta. Mæting var mjög góð og voru börnin mjög áhugasöm, líflegar umræður voru eftir fræðsluna og mikið rýnt í einkenni sjúkdóma.
Unglingaárshátíð 27 febrúar haldin í Fáksheimilinu. Þeir Harðar unglingar sem fóru skemmtu sér vel, en mæting hefði mátt vera betri.
Barnaárshátiðin, ( 9-12 ára) 4 mars. Hin sameiginlega barnaárshátið Hestamannafélaganna á höfðuborgarsvæðinu var haldin í Félgasheimilinu okkar, Harðarbóli samkvæmt venju sl ára. Var góð mæting og óskuðum við eftir að forráðamenn hinna félaganna mættu með sínum félagsmönnum og var það mjög gott þar sem tæplega 90 börn komu. Boðið var upp á skemmtiatriði og töfraði Lalli töframaður börnin upp úr skónum. Vakti hann mikla athygli fyrir vel útfærða töfra og reyndu sum börnin að sjá í gegnum brögðin. Síðan var matur og farið í leiki og dansað á eftir.
Æskan og Hesturinn 12. og 13. mars. Mikil eftirvænting er ávalt fyrir þátttöku í sýningunni Æskan og Hesturinn, þar sem börnin fá gleði og útrás í búningagerð. Sigrún Sigurðardóttir og Oddrún Ýr völdu þátttakendur og hesta. Oddrún sá um að æfa atriði Harðarmanna sem var nú spænskt þema”Senjorar og Senjoritur”. Kolbrún Haraldsdóttir sá um búningahönnun með aðstoð Úlfhildar Geirsdóttur sem saumað hefur búninga fyrir félagið til margra ára. Tókst sýningin vel og var okkur til sóma. Einnig skiptu 6 stúlkur með sér að vera í fánareiðinni sinn hvorn daginn.






Oddrún leggur línurnar fyrir sýninguna
Harðarstúlkurnar, Rut og Aðalheiður Guðjónsdætur ásamt Ragnheiði
og Söndru Sigurðardóttur tilbúnar í fánareiðina

Hestheimaferðin. Helgina 23 – 25 apríl var farið með 11 börn og hesta til Ástu Beggu og Gísla í Hestheimum Ásahreppi. Ferðin var ævintýraleg í alla staði fyrir börnin og unglingana, að eyða heilli helgi við frábærar aðstæður með hestinum sínum. Reynsla okkar af þessum ferðum hingað til hefur verið frábær. Ásta Begga ofdekraði okkur í mat, litla gistihúsið var yndislegt, þar var gott pláss og heitur pottur og aðstæður fyrir hestana okkar var glæsileg, í stóru og björtu hesthúsi. Þar er innangengt í reiðhöllina þar sem börnin höfðu aðstöðu til náms og leikja. Fengum við reiðkennara úr næsta nágrenni, Hugrúnu Jóhannsdóttur í Austurkoti til að leiðbeina þeim. Var einnig farið í útreiðatúr um sveitina.

Katrín Sveinsdóttir Vera Roth og Hildur Kristín Hallgrímsdóttir

Einn hópur tilbúinn í reiðkennslu Hugrún reiðkennari fer yfir áhesluatriðin eftir reiðkennsluna






Leo Hauksson og Daníel H Michaelsson Kátir Harðar krakkar í Hestheimum

Youth Camp 2005. Sigurgeir Jóhannsson,13 ára félagi
í Herði, sótti um að komast á unglingamót FEIF
Youth Camp í sumar og var það samþykkt að hann
yrði einn af íslensku unglingunum fyrir hönd LH.




Þolreiðin að Laxnesi. Nokkur börn og unglingar í Herði voru fengin til að aðstoða knapa er tóku þátt í Þolreið frá Fáksheimilinu í Víðidal að Laxnesi í Mosfellsdal. Hjálpuðu þau við skráningu í byrjun, tímatöku og aðstoðuðu knapa að Laxnesi. Einnig fylgdust börnin með skoðun dýralæknanna Þórunnar Þórarinsdóttur og Helga Sigurðssonar á hestunum af miklum áhuga. Tvö Harðarbörn tóku þátt í Þolreiðinni og voru þau einu börnin í þeim flokki. Mikill áhugi er hjá framkvæmdaaðilum þolreiðarinnar, að hún verði árlegur viðburður þar sem æskulýðsstarf Harðar myndi koma að og aðstoða og njóta góðs af.



Fyrir hönd Æskulýðsnefndar
Guðrún Ólöf Jónsdóttir og Kolbrún Haraldsdóttir


Skýrsla reiðveganefndar Harðar 2005

Reiðveganefnd var skipuð eftirtöldum aðilum:

Guðjón Magnússon
Guðmundur Jónsson
Helgi Ólafsson
Hreinn Ólafsson
Jóhannes Oddsson
Ragnheiður Þórólfsdóttir

Nokkrir fundir voru á vormánuðum um framtíðarsýn í reiðvegamálum og skipulag reiðstíga út úr bæjarfélaginu. Nefndin fylgdist með þróun mála í Álafosskvos og var kölluð á fundi um staðsetningu reiðvegar í Reykjakverfi. Þó lausn sé nú í sjónmáli eru nefndarmenn ekki sáttir við hversu langt til fjalla reiðvegur um Reykjahverfi er kominn. Ákveðið var þó að samþykkja tillöguna ,en taka um leið fram að við lítum á þessa leið sem lausn á reiðleið til Reykjavíkur um Hólmsheiði en ekki reiðleið um Reykjahverfi.

Reiðleið um Tungumela var samþykkt á deiliskipulagi svæðisinns, en hún er mikilvægur hlekkur í reiðleiðinni upp í kjós.

Síðasta vetur fékkst lausn á reiðleið fram hjá fornmynjum á Blikastaðanesi og var þá þegar hafist handa við að klára hringinn. Óskað var eftir efni til framkvæmdarinnar á svæði golfklúbbsins Keilis. Þeirri ósk var vel tekið og fékk félagið það efni sem þurfti í undirbyggingu reiðgötunnar. Mjög gott samstarf hefur verið milli forsvarsmanna golfara og hestamanna um skipulagsmál á Blikastaðanesi.

Í vor tók Jóhannes Oddsson við starfi Guðmundar Jónssonar í Stóru reiðveganefndinni. Jóhannes hefur fengið Sæmund Eiríksson sem sinn varamann. Meðal verkefna nefndarinnar eru smíði brúar fyrir hestamenn meðfram Leirvogsá undir Vesturlandsveg, samkvæmt teikningum sem Sæmundur teiknaði og lagðar voru fyrir fulltrúa vegagerðarinnar á fundi 6 apríl. Þetta mál er nú í vinnslu hjá skipulagsyfirvöldum í Mosfellsbæ. Á okkar svæði fengust einnig fjárveitingar til framkvæmda í Kjós og milli Laxness og Skeggjastaða.

Í Mosfellsdal hefur golfklúbburinn við Bakkakot haft uppi hugmyndir um stórfelldar breytingar á reið og gönguleið með Norðurá. Reiðveganednd Harðar hefur fylgst grannt með framvindu þessara mála og munu vonandi halda áfram að verja reiðleiðir okkar hestamanna.

Flugvallahringurinn er orðin ein vinsælasta reiðgatan okkar og höfum við lagt áherslu á að bæta hana eftir því sem efni leifa.
Sú áherslubreyting hefur orðið á að nú leggjum við meiri áherslu á gæði en lengd við reiðvegagerð og er það ákveðin stefnubreyting, en hingað til höfum við reynt að láta reiðvegaféð duga í sem lengstar vegalengdir. Nú er reiðvegakerfið orðið það víðáttumikið að við getum farið að bæta yfirborð þeirra reiðvega sem fyrir eru þó því sé víðs fjarri að vinnu við nýjar leiðir sé hætt.

Eins og flestum er kunnugt eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir á Blikastaðanesi á næstunni vegna malarnáms og gerð golfvallar sem mun teygja sig fram á nesið. Þetta er mikilvæg reiðleið og því höfum við haft nokkrar áhyggjur af því að reiðleiðin myndi lokast af á meðan á framkvæmdum stendur, eða beinlínis verða hættuleg vegna sprenginga og annars hávaða. Stjórn Harðar og reiðveganefnd hafa átt fundi með bæjaryfirvöldum og skrifað bréf sem lýsa þessum áhyggjum okkar. Bæjarstjórnin hefur tekið okkur vel í þessu máli og ákveðið að reiðleiðinni verði haldið opinni, en til þess að svo megi verða og fyllsta öryggis gætt hafa eftirfarandi atriði verið samþykkt:

1. Reiðgatan umhverfis Blikastaðanesið verði fullgerð strax og veður leifa, þannig verði opinn sá valkostur að ríða fyrir nesið. Framkvæmdum við þessa reiðleið verður flýtt og að fullu lokið í síðasta lagi fyrir 1. des.2005.
2. Reiðgatan sem liggur þvert yfir nesið verður færð áður en núverandi leið verður lokað.
3. Sprengingar eru ekki leyfðar frá 1. maí - 15. ágúst. Þá er reyndar verið að hugsa um fuglalífið, en við njótum góðs af því líka.
4. Sprengingar verða aðeins leyfðar tvisvar sinnum á ári, í 4 samfelldar vikur í senn. 4 vikur eru að hausti til, þannig að við þurfum minni áhyggjur að hafa af því, en 4 vikur eru á “okkar tíma”. Ekki má sprengja um helgar og ekki eftir kl. 18.00 á daginn. Það eru því um 20 dagar á tímabilinu fyrir klukkan 18.00 sem hætta getur skapast. Til að mæta því hefur verið ákveðið að setja upp stór viðvörunarskilti þar sem kemur greinilega fram hvenær sprengt er, en auk þess skuldbindur verktakinn sig til þess að staðsetja menn við reiðstíginn í þeirri fjarlægð sem trygg er fyrir hestafólk og loka reiðleiðinni rétt á meðan sprengt er. Hver þessi fjarlægð verður þarf að meta þegar sprengingar hefjast þar sem mjög mismunandi er eftir jarðlögum hvernig höggbylgjan frá sprengingunum berst.
5. Umferð verður um svæðið allan ársins hring. Til að draga úr hættu af þeirri umferð verður byggð mön sem skilur að akveginn og reiðstíginn þar sem þeir liggja samsíða. Umferðin mun aðeins krossa reiðveginn á einum stað og þar verður skýr biðskylda á akandi umferð, þ.e. ríðandi og gangandi eiga réttinn.

Við munum vera í sambandi við bæjaryfirvöld um framkvæmd þessara atriða og leggja áherslu á að kynna stöðu mála hverju sinni þannig að allir geti notið reiðleiðarinnar í fyllsta öryggi.

Reiðvegaefni er dýrt, sérstaklega það efni sem hentar í gott yfirborðslag. Við höfum því í samstarfi við áhaldahúsið komið upp safnstað fyrir það efni sem til fellur þegar skipt er um möl í hestagerðunum við hesthúsin. Staðurinn er greinilega merktur, en þar er að sjálfsögðu ekki heimilt að losa annað efni eða rusl.


Skýrsla reiðhallarnefndar

Reiðhallarnefnd var skipuð eftirtöldum aðilum:

Marteinn Hjatested
Guðjón Magnússon
Konráð Adlphsson

Sá mikkli áfangasigur náðist í reiðhallarmálum að Landslag, teiknistofa Reynis Vilhjálmssonar var fengið það verkefni að breyta deiliskipulagi svæðisinns í samráði við okkur þannig að koma mætti fyrir stórri reiðhöll. Deiliskipulagsvinnan fór fram á vormánuðum og var deiliskipulagið aulýst og samþykkt án athugasemda í síðasta mánuði. Þetta þýðir í reynd að nú er hægt að hefja fjármögnun verkefnisinns af alvöru.



FERÐANEFND

Fararstjóri:
Svanur Hlíðdal Magnússon


FJÁRÖFLUNARNEFND

Um fjáröflun sá:
Sigurður Teitsson

Fjár- og styrkjaöflun var þyngri en undanfarin ár en erfiðlega gekk að fá styrki til félagsins en oft áður. Eflaust er áreitið orðið mikið á fyrirtækin og margir að leita eftir fjárstuðningi. Niðurstaðan var þó þokkaleg þegar leið á vorið og tókst m.a. að fármagna vegleg verðlaun í oppnu gæðingakeppni ársinns.
Það virðist ljóst að breyta þarf um aðferðir eða finna nýjar leiðir til fjáröflunar í framtíðinni þar sem hin hefðbundna styrktarleið virðist vera að lokast.

Unnið er að útgáfu reiðkorts af reiðleiðum í Mosfellsbæ sem hugmyndin er að fá styrktaraðila á kortið, einn eða fleiri. Kortið mun koma út um áramótin.

MÓTANEFND

Mótanefnd var skipuð eftirtöldum aðilum:
Páll Viktorsson


VALLARNEFND

Um vallarnefnd sá:
Halldór Guðjónsson

Vellirnir komu illa undan vetri og var leitað til bæjaryfirvalda um skyndistyrk til að lagfæra þá. Bærinn lagði til 1,5 milljónir þannig að hægt yrði að lagfæra vellina. Skipt var um grindverk við skeiðbrautina, en gamla girðingin var að niðurlotum komin. Framundan er að ljúka við viðhald vallanna og gera bílastæði og bæta aðstöðu áhorfenda við neðri völlinn.

SKEMMTINEFND

Um skemmtinefnd sá:
Jóhann Þór Jóhannesson


DEILD HESTHÚSEIGENDA

Deild hesthúseigenda var skipuð eftirtöldum aðilum:

Marteinn Hjaltested
Birgir Hólm Ólafsson
Hinrik Gylfason
Konráð Adolphsson
Sölvi Fannar Sigurðsson


HEIMASÍÐA OG ÚTGÁFA FÉLAGSRITS

Um heimasíðu og útgáfu félagsrits sáu:

Guðjón Magnússon
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Heimasíðan var uppfærð reglulega og varð lífleg eins og heimasíður eiga að vera. Heimsóknir á síðuna margfölduðust og voru xxx á dag þegar mest var.
Útgáfa félagsrits hófst á ný eftir nokkurt hlé, en árið áður var látið reyna á það hvort heimasíðan gæti tekið yfir hlutverk fréttablaðsinns. Það kom hins vegar í ljós að ekki eru allir með netaðgang, og auk þess er gott að hafa prentað blað með dagskránni og því helsta sem er að gerast við hendina. Blaðið kom út mánaðarlega á meðan hestar voru á húsi. Ljósritunarstofan NÓN á Suðurlandsbraut styrkir félagið með því að prenta blaðið frítt fyrir okkur, nú síðast í lit.



HARÐARBÓL - REKSTUR

Um rekstur Harðarbóls sá:
Guðmundur Björgvinsson

Rekstur Harðarbóls var líflegur í ár, einkum í kringum mótahald, en þá voru seldar veitingar á staðnum. Settur var upp skjávarpi til að auðvelda fundarhald og fræðslu í salnum og var hann mikið notaður í sambandi við fræðslufundi á vegum félagsinns. Framundan er létt viðhaldsvinna á húsnæðinu, en það þarf að mála og ef til vill skipta um gluggatjöld.

HARÐARBÓL - ÚTLEIGA

Um útleigu Harðarbóls, bókanir sáu:
Rósa Rögnvaldsdóttir
Kolbrún Haraldsdóttir

Harðarból var að vanda leigt út til ýmiskonar veisluhalda og studdi þannig við fjárhag félagsinns.

FÉLAGSKJÖRNIR SKOÐUNARMENN

Félagskjörnir skoðunarmenn félagsinns voru:
Leifur Kr. Jóhanesson
Birgir Hólm


KYNBÓTADEILD HARÐAR