Stjórnarfundur 05.01.2005

Hestamannafélagið Hörður


Stjórnarfundur 5.janúar 2005



Fundur hefst kl. 20.00

Mættir voru:

Ása Magnúsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðjón Magnússon This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Björgvinsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Halldór Guðjónsson
Kolbrún Haraldsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Konráð Adolphsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Marteinn Hjaltested This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Oddrún Ýr Sigurðardóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Teitsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Páll Viktorsson
Sigurður íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar var gestur fundarinns.

1. Sigurður kynnir þær reglur sem félag þarf að uppfylla til að verða fyrirmyndarfélag ÍSÍ, en í samningi milli hestamannafélagsins og Mosfellsbæjar er kveðið á um að félagið uppfylli þessar reglur innan tveggja ára tímabils. Petrina frá ÍSÍ er tilbúin að vinna með okkur og leiðbeina í þessu ferli.
2. Kaup á skjávarpa. Tvö tilboð, Marteinn og Guðmundur falið að ganga frá kaupum.
3. Veitingaleyfið fæst ekki endurnýjað nema brunaviðvörunarkerfi verði sett í húsið. Fá tilboð frá tveim til þrem aðilum í vörnina.
4. Reiðhöllin hefur verið oppnuð.
5. Íþróttamaður Harðar verður valin skv.gildandi kerfi. Auk þess verða valdir bestu knaparnir í öllum flokkum og efnilegustu knaparnir í hverjum flokki. Kynnt á uppskeruhátíðinni.
6. Afla þarf tilboða í verðlaunagripi fyrir veturinn.
7. Tilnefna þarf mann í reiðveganefnd vegagerðarinnar. Jóhannes Oddsson nefndur til leiks.
8. Stefnt er að því að bæta reiðvegi, bæði núverandi reiðvegi og nýja reiðvegi. Gera þarf verklýsingu, t.d. með hliðsjón af reiðvegunum í Hafnarfirði, en þeir þykja mjög góðir. Reiðveganefnd verði falið að leggja fyrir plan.
9. Rósa sér um bókanir á húsinu í vetur.
10. Lausa hringgerðið hefur verið sett inn í reiðgerðið aftur. Það er ekki góð lausn þar sem það takmarkar notagildi reiðgerðisins mikið, en börn og óvanir nota það mikið til æfinga. Finna þarf framtíðarlausn á þessu máli í samráði við hesthúseigendadeildina.
11. Félagsheimilið þarf að mála að innan fljótlega. Húsaleiga var ákveðin 30.000.- kr.fyrir daginn, en 25.000.- fyrir félagsmenn, þrif eru innifalin í þessu verði.
12. Öll mót ársins voru skráð sem opin mót hjá LH. Æskulýðsnefnd gerir verulegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Málið rætt ítarlega og ákveðið að breyta þessu þannig að öll mótin verða lokuð félagsmót, nema eitt veglegt íþróttamót í lokin. Auk þess verða síðstu vetrarleikarnir haldnir með íþróttamóts sniði fyrir yngri flokkanna og flutt til 23. apríl þegar vellirnir verða komnir undan vetri.
13. Nefndarfundur allra nefnda verður haldinn laugardaginn 15. janúar kl. 9:00, en þá munu nefndirnar samræma dagskrár sínar endanlega.


Fleira var ekki gert og fundi slitið.