Stjórnarfundur Harðar, 3. janúar 2017

Stjórnarfundur Harðar, 3. janúar 2017
Haldinn að Varmárbökkum

Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS),  , Alexander Hrafnkelsson (AH), Sveinfríður Ólafsdóttir  (SÓ), Rúnar Guðbrandsson (RG), Gígja Magnúsdóttir (GM), Ragnhildur Traustadóttir (RT) og Gunnar Valsson (GV) og Haukur Níelsson (HN).

 

  1. Samningur við Hestamennt
    Ræddum samningin við Hestamennt. Einnig var rætt um kofann sem er staðsettur við gerðið. Samningur er í endurskoðun. HN ræðir við Ásbjörn byggingafulltrúa.

 

  1. Samningur við Mosfellsbæ vegna beitarhólfa og lausagöngu hrossa
    Fer í skoðun hjá stjórn.

 

  1. Fyrirspurn frá félaga varðandi knapamerkja kennslu.
    Ef það eru lausir tímar í höll þá er sjálfsagt að finna til tíma á meðan það fer ekki ofaní námskeið félagsins fyrir börn og unglinga.

 

  1. Auglýsingar í reiðhöll
    Farið í gegnum auglýsingar sem eru í reiðhöll, verið að athuga hvaða samningar eru lausir. Allar auglýsingar fara í endurskoðun. HH, SÓ og RT fara í að athuga stöðuna á auglýsingunum og rekstur reiðhallarinnar og Harðarbóls.

 

  1. Skuld reiðhallar
    Lítið að gerast í þeim málum hjá bankanum. Verður haldið áfram að vinna í þessu máli. Ólafur Haraldsson lögfr með umsjón málsins.

 

  1. Harðarból
    Hljóðkerfi í Harðarbóli rætt. Erum búin að fá mann í að skoða hvað sé best að gera varðandi það. Einnig var rætt um að athuga með svið.

 

  1. Framkvæmdir á Harðarsvæðinu.
    Fundum með Gunnari Erni og Sæmundi vegna framkvæmda.

 

  1. Reiðnámkeið fatlaðara
    HH sagði frá fundi sem hann og Kristján Kristjánsson fóru á hjá UMFI og formönnum flestra hestamannafélaga á stórhöfðuborgarsvæðinu. HH sendir stjórnarmönnum skýrslu sem búið er að taka saman um verkefnið.

 

  1. Sæmundur Eiríksson kom á fundinn til að ræða um skipulagsmál á Harðarsvæðinu
    Sýndi hann okkur skipulag sem samþykkt var í október 2016. Engin lóð til í dag á svæðinu. Hægt að sjá skipulagið www.mos.is undir skipulagsmálum.
    Ákveðið var að fá fund með bæjarstjóra Mosfellsbæjar vegna þessara skipulagsmála.

    Sæmundur sýndi okkur einnig þá vegvísa sem búið er að setja upp í nágrenni við Mosfellsbæ. Allir staurarnir eru númerið til að fólk geti staðsett sig. Vorum sammála að þetta sé frábær viðbót fyrir okkur hestamenn og er stjórn Harðar stolt af því að taka þátt í verkefni sem þessu ásamt húseigenda félaginu í Herði.

 

  1. Bókari
    Farið yfir tilboð sem félaginu var sent. Ákveðið að fá fleiri tilboð. SÓ með málið.

 

 

 

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS