Stjórnarfundur Harðar, 11. október 2016

Stjórnarfundur í Herði 11.október 2016

Mættir: Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Sigurður Guðmundsson, Alexander Hrafnkelsson, Gylfi Þór Þorsteinsson, Ragnhildur Traustadóttir, Gunnar Örn Steingrímsson, Jóna Dís Bragadóttir,

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

  2. Framkvæmdir í Herði.

    Farið verður í rennurnar og snjógildrurnar þegar veður leyfir. Byrjað er að slétta úr efni við reiðhöllina og haldið verður áfram við það. Búið er að mála Harðarból.

  3. Hljóðkerfi

    Komið er tilboð í hljóðkerfi og verið að skoða fjármögnun.

  4. Aðalfundur.

    Ákveðið að fresta honum um viku og verður hann haldinn 9.nóvember.

  5. Karlakór Kjalnesinga.

    Bjarki formaður kom á fund og áttum við viðræður um það að kórinn æfi í Harðarbóli. Þeir ætla að byrja á því að halda eina æfingu og sjá hvernig hljómburðurinn er.

  6. Önnur mál

    Eitt lið í meistaradeild æskunnar hefur farið fram á að fá höllina lánaða undir æfingar. Ákveðið var að leyfa það, en sá tími verður að vera utan háanna tíma í höllinni.

    Búið er að kaupa stólana í Harðarból og einnig var keypt meira af glösum.

    Láta útbúa skilti í höllina sem bannar hunda.

    Fríða kom á fundinn og ræddi um ýmislegt er varðar Harðarból og líka um fatlaðastarfið.

    JDB og GÖS hittu Hreiðar og Pál frá kirkjunni til að ræða um framtíð traktorsins.

    Fundi slitið kl.19.00