Stjórnarfundur 27.jan. 2015

Stjórnarfundur haldinn í Herði 27.janúar 2015.

Mættir: Jóna Dís Bragadóttir, Haukur Níelsson, Ragnhildur Traustadóttir, Gunnar Örn Steingrímsson, Alexander Hrafnkelsson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Gylfi Þór Þorseinsson.

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
  2. Svar barst frá Heilbrigðiseftirlitinu og við fáum frest til 1.júní til að laga rotþrær við Harðarból og reiðhöllina. Einnig gefur Mosfellsbær vilyrði fyrir því að tengjast bænum.
  3. Langihryggur – búið er að funda með Valdimar, Hauki, Bjarna Garðyrkjustjóra og Tómasti umhverfisstjóra og ræða Langarhrygg. Hestamannafélagið ætlar að sinna þessu betur en gert hefur verið. Lagt til að skipuð verði nefnd um Langahrygg og best að fá Skóræktina í Mosfellsbæ með. JDB sér um að skipa nefndina.
  4. Umhverfisátak – JDB og Júlíus Ármann áttu fund með Heilbrigðiseftirlitinu og Tómasi umhverfisfulltrúa Mosfellsbæjar þar sem rætt var um umgengni í Hesthúsahverfinu. Lagt til að boða til félagsfundar í apríl þar sem þetta verður rætt við Harðarfélagana og kynnt umhverfisátak sem stendur til að fara í í vor. Lagt til að fulltrúi frá Heilbrigðiseftirlitinu og Tómas umhverfisfulltrúi mæti á fundinn.
  5. Reiðhöllin – Ingóflur umsjónarmaður kom og gerði grein fyrir því hvernig gengur í höllinni. Rætt var um það hvort ætti að selja þeim sem ekki eru félagsmenn lykla að höllinni, ekki tekin ákvörðun um það. JDB ætlar að athuga hvernig þetta er í öðrum félögum. Farið var yfir reglur í reiðhöllinni og þær samþykktar.
  6. Önnur mál

Þorrablótið gekk vel – skilaði 75.000kr.

HÍDÍ endurmenntunin gekk vel – skilaði 100.000kr.

Það sem er framundan er fyrirlestur með Þorvaldi Kristjánssyni.

Rætt um traktorinn, en kirkjan vill selja traktorinn sem hún lánaði okkur. HN ætlar að athuga með verð og fleira sem honum fylgir.

Rætt um að reyna að fá Bónuskort eins og við vorum með og einnig er verið að endurnýja samninginn við Dominos.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.30