Stjórnarfundur 25.mars 2014

Stjórnarfundur Harðar, 25.mars 2014
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Alexander Hrafnkelsson (AH), Haukur Nílelsson (HN, Oddrún Ýr Sigurðardóttir ( OÝS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ) , Sigurður Guðmundsson (SG) .

1.         Fundargerðir síðastu tveggja stjórnarfundar samþykktar.

2.         Deiliskipulag fyrir félagið
Skoðað af stjórn (spurning um stærra svæði til úthlutunnar), tillaga að hafa deiliskipulag í kringum Harðarból líka ef kæmi til stækkunnar aftur, einnig á reiðhöll.
Stjórn stefnir á kynningu fyrir félagsmenn á deiliskipulagi svæðisins.

3.         Framkvæmdir á Harðarsvæði og í reiðhöllinni.
Framkvæmdir hafa gengið ágætlega í reiðhöll, kofi er farinn og þulastúka kominn. Búið að setja slá og búið að setja klæðningu á stigann. Tengja þarf tölvukerfið aftur inní þularboxið.

4.         Önnur mál
Ræddir voru Hestadagar 2014Unglingavinnan, getum fengið unglinga á vegum bæjarins fyrir sumarið í sumar ef séð er fram á vinnu fyrir þau.Harðarjakkar: Lítið til og hafa verið saumaðir í Ástund. Þurfum að skoða hversu mikil eftirspurn eftir þeim. Skoða jafnvel tilboð frá öðrum aðilum heldur en keypt var hjá í byrjun.

            Langihryggur
Ákveðið að stofna nefnd vegna þessa svæðið, Haukur Níels verður í umboði stjórnar auk félaga út beitarnefnd.

            Bréf frá félaga vegna fyrirkomulags keppnisnámskeiðar æskulýðsnefndar. Erindið var tekið fyrir og af stjórn, í bréfinu komu fram réttmætar athugasemdir um námskeiðsins , farið verður farið yfir málefnið með æskulýðsnefnd.JD sagði frá stöðumati sem lagt var fyrir krakka á námskeiði æskulýðsnefndar, farið verður yfir þær niðurstöður.

           

            Rætt var um ógreidd félagsgjöld.

           

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: Oddrún Ýr Sigurðardóttir